Stafræn stefnumótun er heildræn aðferðafræði sem snýst um að umbreyta viðskiptamódeli fyrirtækja. Það gerum við með því að byggja á stafrænni getu þeirra og víðtækri reynslu stjórnendaráðgjafa okkar.

Ný tækni er drifkraftur breytinga

Tækni hefur djúpstæð áhrif á hegðun neytenda og möguleika fyrirtækja til að færa sig nær viðskiptavinum. T.d. hefur net- og snjallvæðing tækja og þróun nýs hugbúnaðs gjörbreytt því hvernig við getum átt í samskiptum.

Þessi þróun hefur einnig skapað fyrirtækjum tækifæri til að taka stefnumótandi ákvarðanir sem byggðar eru á tölfræðilegum gögnum um hegðun neytenda. En hvernig fara fyrirtæki að því að nýta sér til fullnustu þá möguleika sem ný tækni boðar?

Hvað er stafræn stefnumótun?

Þegar fyrirtæki ætla að tileinka sér kosti nýrrar tækni er algengt ráðist sé í stafræna væðingu eða umbreytingu á afmörkuðum rekstrarþáttum, t.d. með því að stofna vefverslun eða tæknivæða framleiðsluferla. Stafræn stefnumótun er hinsvegar svo miklu meira en bara stafræn væðing.

Fyrirtæki verða að horfa inn á við og vera reiðubúin að gera breytingar á viðskiptamódelum, innviðum og fyrirtækjamenningu vilji þau grípa tækifærin sem ný tækni boðar. Stafræn stefnumótun er grunnurinn sem þarf að vera í lagi svo fyrirtæki geti staðist kröfur neytenda og viðhaldið samkeppnishæfni til framtíðar.

Sterkari innviðir og aukin samkeppnishæfni

Hjá okkur færðu sérfræðiráðgjöf sem gerir þér kleift að nýta til fullnustu þá möguleika sem ný tækni hefur fram að færa. Stafræn stefnumótunarvinna okkar er leidd af stjórnendaráðgjöfum Advania en um er að ræða teymi sérfræðinga sem hafa mikla reynslu af stafrænni stefnumótun, hagræðingu innviða og umbreytingu fyrirtækjamenningar. 

Stjórnendaráðgjafar okkar framkvæma greiningu á núverandi viðskiptastefnu og stafrænni hæfni fyrirtækja og koma með tillögu að úrbótum sem auka hæfni fyrirtækisins. Úr þessari vinnu verða til fullmótuð verkefni sem ýmist eru unnin af viðskiptavinum sjálfum, sérfræðingum Advania eða þriðja aðila. Stjórnendaráðgjafar okkar viðhalda yfirsýn yfir verkefnin og tryggja réttan framgang þeirra. 

Pantaðu ráðgjöf og frekari upplýsingar um stafræna stefnumótun

Vinsamlega fyllið inn í reitina fyrir neðan