Spjallmenni

Spjallmenni (e. chatbots) veita viðskiptavinum fyrirtækja aðstoð án nokkurra tafa. Þau nýta gervigreind til að veita hjálparhönd og standa vaktina allan sólahringinn. 

Til þjónustu reiðubúinn

Spjallmennalausnin frá Boost.ai er einföld leið til að þróa rafrænan aðstoðarmann sem getur veitt upplýsingar og ýmsa aðstoð í gegnum textaspjall.  

Spjallmennin frá þessu skandinavíska fyrirtæki eru hönnuð til að veita viðskiptavinum mannlega upplifun með eðlilegu flæði í samtölum.  

Lausnin býður upp á samþættingu við núverandi samskiptatól fyrirtækja eða samskiptatól frá Boost.ai.  

Spjallmennið (e. virtual assistant)

Er þróaðri útgáfa af því sem oft er kallað Chatbot á ensku. Lausnin nýtir tækni sem nefnist samræðugreind (e. conversational AI) til að halda uppi eðlilegu samtali við viðskiptavini og skilja þarfir þeirra. Það er liðsauki sem fer aldrei heim og veitir sömu góðu þjónustuna allan sólarhringinn. 

Það getur sinnt ótakmörkuðum fjölda viðskiptavina á einum og sama tímanum. Þetta kemur sér sérstaklega vel á háannatímaum og léttir undir á meðan tímabundnum álagssveiflum stendur.  

Spjallmenið tryggir gæði í þjónustu með samræmi í svörun. Þjónustuver veita stöðluð svör með aðstoð Boost.ai þar sem Spjallmennið fer ekki út af handritinu.

Lausnin er frábær viðbót við þá valmöguleika sem viðskiptavinurinn hefur um samskiptaleiðir. 

Af hverju Boost.ai?

Mjög gott notendaviðmót í bakenda lausnarinnar skilar sér í einföldum rekstri. Djúp tæknileg þekking eða forritunarkunnátta er því ekki skilyrði þegar kemur að daglegum rekstri lausnarinnar.

Boost.ai býr yfir leiðandi tækni í málgreiningu og hafa tekið af skarið að gera lausn sem skilur íslensku. Engin sambærileg lausn gerir það. 

Komin er reynsla af innleiðingu á íslenskum spjallmennum í samstarfi við Advania, sem hefur á sínum snærum sérfræðinga í gervigreind. 

Advania sem samstarfsaðili tryggir þannig auðveld samskipti og góða þjónustu.

Hvað geta snjallmenni?

Hvað geta snjallmenni gert fyrir fyrirtæki? Er hægt að nota snjallmenni með Facebook Messenger?

Hér er nokkrum algengum spurningum svarað um snjallmennalausnina Boost.ai. 

Spurningar á borð við hve mörgum fyrirspurninum lausnin ræður við að svara eða hvort til sé viðmið eða til að ákveða hvort gagnlegt sé að taka slíka tækni í notkun. Getur snjallmennið lært og orðið klárara eftir því sem það er notað meira? 

Marín Jónsdóttir verkefnastjóri og Andri Sigurðsson sölustjóri ræða hér á mannamáli um hvað er hægt að gera með snjallmennalausninni.

traust samstarf

Viðskiptavinir sem nota Boost.ai

lógó 5lógó 4lógó 2lógó 3
lógó 1

frír ráðgjafafundur

Taktu næsta skrefið