Inna upplýsingakerfi

Umsóknarkerfi

INNA er með umfangsmikið umsóknarkerfi sem getur haldið utan um nám sem þarf að sækja sérstaklega um eða greiða sérstaklega fyrir, dæmi eru kvöldnám, fjarnám eða sértækar námsbrautir. Tengist greiðslusíðum og bókahaldskerfi skóla.

Aðgengi og öryggi

INNA er vefkerfi og því aðgengilegt hvar og hvenær sem er. INNA er óháð tæknibúnaði og er því jafnt fyrir tölvur, spjaldtölvur, og snjallsíma. Allar nýjustu tegundir af vöfrum eru studdir. INNA er hýst í öruggu og vottuðu umhverfi hjá Advania.

Kennslukannanir

INNA gefur skólum kost á því að hanna kennslukannanir eða aðrar kannanir fyrir alla nemendur eða í ákveðnum greinum eða önnum. INNA vinnur sjálfvirkt úr niðurstöðum og eru þær aðgengilegar þegar skólinn hefur opnað þær. 

Skírteini og útskriftir

INNA gefur skólum kost á því að sérsníða skírteini og útskriftir að sínum hefðum og venjum. Auk þess annast INNA skil allra skírteina og námsferla til upplýsingagáttarinnar island.is en þar geta nemendur sótt skírteini og námsferla.

Kennslukerfi

INNA er með mjög öflugt og sveigjanlegt kennslukerfi sem kennarar geta sniðið að sinni kennslu. Einfalt viðmót til að setja inn og flokka ítarefni (glærur, skjöl, myndbönd eða annað), senda nemendum skilaboð, minna á skil á verkefnum og fleira.

Verkefnakerfi

Verkefna- og prófakerfið er einnig sveigjanlegt og getur kennari lagt verkefni fyrir alla nemendur, staka nemendur eða í smærri hópum. Einkunnaskráning í kennslukerfi er tengd námsferli nemanda.

Frá innritun til útskriftar

 

Inna er öflugt upplýsingakerfi fyrir fjölbreytta skólastarfsemi. Kerfið heldur utan um alla þætti náms hjá nemendum, s.s. vitnisburð, einkunnir, ástundun, mætingu, námsferil og margt fleira: Allar menntastofnanir (framhaldsskólar og símenntunarmiðstöðvar) þurfa að hafa öflugt og sveigjanlegt nemendabókhald og kennslukerfi, sem gerir þeim kleift að skipuleggja sitt skólastarf á sínum forsendum.

 
Advania1515.jpg
Fjarvinna kona með Dell skjá.jpg

Viðbætur

Auk grunneininga INNU þá eru ýmsar viðbætur sem leysa á skilvirkan máta algeng verkefni eins og kannanir meðal nemenda, kosningar í embætti nemendafélags, ýmsar samþættingar við ytri kerfi eins og TurnItIn, fjarfundakerfil SMS sendingar og fl. Með INNU eru samskipti við nemendur, kennara og forráðamenn í föstum farvegi og auðvelt að eiga samskipti við stóra sem smáa hópa innan þinnar menntastofnunnar. Starfsmenn geta unnið sín störf óháð staðsetningu og ekki er þörf á að setja upp neinn hugbúnað á starfsstaðnum. INNA er þróuð í nánu samráði við menntastofnanir og uppfærð mjög reglulega. INNA er rekin og hýst í vottuðu hýsingarumhverfi Advania á Íslandi.

dashboard.557fd89d.png

Helstu eiginleikar

 

  • Rafræn námskrá
  • Umsóknarvefur
  • Reikningagerð
  • Starfsmannaumsjón

 

  • Starfsmannaumsjón
  • Rafræn stundatafla
  • Einkunnaskráning
  • Skilvirkar aðgangsstýringar
  • Viðverukerfi

Sendu okkur fyrirspurn og fáðu fría ráðgjöf

Tölum saman

Vinsamlega fyllið inn í reitina fyrir neðan