Jafnlaunakerfi

Hvað er jafnlaunastjórnkerfi?

Með innleiðingu á ÍST 85/2012 staðlinum sem liggur til grundvallar jafnlaunavottun er atvinnurekandi í raun að koma sér upp stjórnkerfi til að tryggja að ákvörðun launa sé málefnaleg og að rökstuðningur fylgi ákvörðunum. Þegar talað er um stjórnkerfi í þessu samhengi er átt við eftirfarandi:

  • Verklag sé skýrt við ákvörðun launa
  • Störf og einstaklingar séu metnir eftir viðeigandi þáttum
  • Skipulega sé fylgst með og haldið utan um laun starfsmanna og tryggt að brugðist sé við launamisræmi
  • Tekið sé á móti ábendingum
  • Úrbætur séu framkvæmdar með meðvituðum og rekjanlegum hætti

Það er ekki gefið að það sé auðvelt fyrir stjórnendur að byrja á þessu verkefni og auðveldlega geta vaknað spurningar um hvar rétt sé að byrja eða hvernig best sé að standa að málum. Þess vegna höfum við þróað lausnir sem hjálpa þér að stíga réttu skrefin í jafnlaunavottunarferlinu.

easyEQUALPAY

Þarft þú einfalda lausn sem hjálpar þínu fyrirtæki að fá jafnlaunavottun og starfrækja jafnlaunakerfi? 


easyEQUALPAY er lausn í Sharepoint sem einfaldar jafnlaunavottunarferlið fyrir fyrirtæki. Lausnin sem er þróuð af Advania býður upp á forsnið að skjölum sem fylgja gæðakerfi eins og vöktun, innri og ytri úttektir, rýni stjórnenda, móttaka ábendinga, úrbótaverkefni ofl.  
Viðskiptavinum býðst einnig að fá með lausninni tilbúinn skjalapakka sem inniheldur grunn að handbók s.s. stefnuskjöl, verklagsreglur og fleira sem snýr að jafnlaunavottun. Að auki fylgja þarfleg eyðublöð og sniðmát sem auðvelda alla vinnslu. 
Hægt er að panta til viðbótar við easyEQUALPAY lausnina ráðgjöf frá Avanti-ráðgjöf, sem hefur verið sérstaklega sniðin að innleiðingu kerfisins, til að aðlaga skjöl og klára innleiðingu á sem einfaldastan hátt.  

H3 Launa- og mannauðskerfið til að starfrækja jafnlaunakerfi


Til að tryggja að starfsfólk fái jöfn laun fyrir jafn verðmæt störf og einfalda starfrækslu jafnlaunakerfis getur þú notað H3 Launa- og mannauðskerfið. 
Það veitir þér góða yfirsýn og stjórnkerfi til að halda  utan um launakjör starfsmanna, sem er ein af grunnforsendum þess að mæta kröfum um jafnlaunavottun.  


H3 Launa- og mannauðskerfið hefur verið þróað til að styðja við starfrækslu jafnlaunakerfis út frá ÍST85 jafnlaunastaðlinum. Það hentar vinnustöðum af öllum stærðum og gerðum, bæði á almennum og opinberum vinnumarkaði og tekur það jafnframt mið af starfsmati sveitarfélaga. 
í H3 Launa- og mannauðskerfinu geta viðskiptavinir haldið utan um starfaflokkun, viðmið, starfslýsingar, menntun, laun og aðrar upplýsingar sem tengjast jafnlaunakerfinu og þannig starfrækt sitt jafnlaunakerfi og haft rétta mynd af stöðunni. 


Í H3 Launa- og mannauðskerfinu er hægt að gefa stjórnendum aðgang að jafnlaunaupplýsingum síns starfsfólks, gera jafnlaunagreiningar og senda áfram gögn til greiningaraðila á við PwC, Intellecta, Pay Analytics eða til vottunaraðila.  

Hvað þarf ég að gera í tengslum við jafnlaunavottun?

Sérfræðingar okkar hafa tekið saman stutt yfirlit yfir ýmislegt sem gott er að vita í tengslum við Jafnlaunavottun.

Nánari upplýsingar um jafnlaunalausnir Advania 

Vinsamlega fyllið inn í reitina fyrir neðan