Gervigreind

Ávinningurinn af því að nýta gervigreind er margvíslegur fyrir íslensk fyrirtæki. Með tækninni geta fyrirtækin lært meira um sinn rekstur, viðskiptavini sína og áhrif utanaðkomandi aðstæðna á reksturinn. Þau geta dregið úr sóun, stytt afgreiðslutíma og veitt viðskiptavinum betri þjónustu svo eitthvað sé nefnt. Svo lengi sem fyrirtækin búa yfir gögnum þá eru möguleikarnir endalausir.

Sérfræðingar Advania ráðleggja fyrirtækjum hvernig nýta megi gögnin til að skapa sér samkeppnisforskot og viðskiptalegan ávinning. Gervigreindarteymið notar til þess sannreyndar aðferðir. Meðal þess sem teymið getur gert með tækninni eru margfalt ítarlegri spálíkön eða viðskiptaspár en mannfólki er kleift að gera. Spár sem ná yfir ótal breytur og byggja á miklu gagnamagni.

Fáðu fría ráðgjöf varðandi gervigreindarlausnir

Vinsamlega fyllið inn í reitina hér fyrir neðan

Rusl-vörn