Löggjöf Evrópusambandsins um verndun persónuupplýsinga (GDPR) setur ríkari kröfur á fyrirtæki um meðferð persónuupplýsinga en það er ekkert að óttast, við hjálpum þér að mæta þessum kröfum!
Er allt tilbúið hjá þér?
GDPR-löggjöfin tók gildi þann 25. maí 2018 en á þeim tímapunkti urðu fyrirtæki og stofnanir að hafa gripið til ákveðinna aðgerða sem snerta meðferð persónuupplýsinga starfsfólks, viðskiptavina og annarra viðskiptaaðila.
Við bjóðum fjölbreyttar lausnir, ráðgjöf og þjónustu sem gera þínu fyrirtæki kleift að standast þessar kröfur og tryggja áreiðanlega og örugga meðferð viðkvæmra gagna. Á þessari síðu finnur þú hnitmiðað yfirlit yfir það helsta sem við bjóðum.
Hér að neðan höfum við tekið saman algengar spurningar um nýju GDPR, áhugasömum til gagns og fróðleiks.
Morgunverðarfundur Advania:
GDPR? Engar áhyggjur, það er ekkert að óttast!
Föstudaginn 17. nóvember fór fram morgunverðarfundur um GDPR tengd mál í höfuðstöðvum Advania, Guðrúnartúni 10. Þar var fjallað um GDPR innleiðingu og þær áskoranir og tækifæri sem kunna að felast í nýrri persónuverndarlöggjöf Evrópusambandsins. Því miður komust færri að en vildu, en hér má nálgast upptökur frá fundinum.
GDPR Stjórnborð
Lausnin hjálpar þér að fá góða yfirsýn yfir vinnslur og samninga sem fyrirtækið stendur að. Þá einfaldar tólið stýringu á umbótaverkefnum sem kunna að skapast vegna frávika.
Hvaða lagaskyldur hafa fyrirtæki til að verja gögn sem innihalda persónuupplýsingar
Hörður Helgason hjá Landslögum hélt fróðlegan fyrirlestur á morgunverðarfundi Advania.
Gagnaöryggi og verndun persónuupplýsinga
Viðtal við Jón Viggó Gunnarsson, yfirmann upplýsingatæknimála hjá CCP og Hörð Helgason, lögmann hjá Landslögum.
Hvað er hægt að gera til að verjast gagnalekum?
Sérfræðingar Advania fjalla um mikilvægi þess að fyrirtæki tileinki sér rétta ferli þegar kemur að verndun og meðhöndlun gagna.
Eru varnirnar í lagi?
Í dag er líklega mikilvægara en nokkru sinni að tryggja sig með viðunnandi vírusvörnum og öryggislausnum gegn árásum utanaðkomandi aðila.
Trend Micro er leiðandi aðili á sviði vírusvarna og annarra öryggislausna. Við erum stolt af því að geta veitt viðskiptavinum okkar vottaðar lausnir frá fyrirtæki sem státar af mikilli reynslu á þessu sviði.

Hvernig tryggi ég öryggi tölvukerfisins míns?
Sérfræðingar okkar hafa tekið saman stutt yfirlit yfir helstu lausnirnar sem hjálpa þér að tryggja öryggi tölvukerfisins þíns.

Öruggari minnislyklar
Árum saman hefur Kingston verið þekkt fyrir framleiðslu á hágæða gagnageymslulausnum. Í samstarfi við Kingston bjóðum við upp á dulkóðaða USB minnislykla sem hjálpa þér að tryggja öryggi gagnanna sem þú þarft að ferðast með. Skoðaðu þá nánar í vefversluninni okkar
Algengar spurningar um GDPR
Persónuverndarlöggjöfin skilgreinir tvö hlutverk sem fela í sér skyldur, þ.e.a.s. hlutverk ábyrgðaraðila og hlutverk vinnsluaðila. Ábyrgðaraðili er sá sem stofnar til vinnslunnar og hann getur falið öðrum hluta hennar sem kallast þá vinnsluaðili.
Þegar fyrirtæki kaupir hugbúnaðarkerfi frá Advania og setur upp á eigin tölvubúnað þá telst Advania hvorki vera ábyrgðaraðili eða vinnsluaðili og því ekki þörf á vinnslusamningi.
Við innleiðingu og rekstur á hugbúnaði getur komið upp sú staða að Advania verði falin ákveðin vinnsla persónuupplýsinga, til dæmis flutningur á gögnum inn í nýja kerfið. Yfirleitt er um einskiptis vinnslu að ræða en ekki reglubundna og fyrir slík tilfelli verða ákvæði um persónuvernd hluti af verksamningi.