Síma- og samskiptalausnir

Stýrðu öllum samskiptum við viðskiptavini

 

Til að standast væntingar viðskiptavina þarf að tryggja góða þjónustu með öruggum samskiptum, hvort sem það sé í gegnum einfalt símkerfi eða heildarlausn sem heldur utan um svörun frá ólíkum boðleiðum. Þjónustuverslausnir Advania anna þörfum stærstu fyrirtækja landsins en geta um leið skalast niður í minnstu einingar.

 

Sérfræðingar okkar hafa mikla reynslu af altækum rekstri síma- og samskiptalausna og hjálpa þér að tryggja að starfsfólkið þitt og viðskiptavinir geti reitt sig á boðleiðir. Þjónustusamningar okkar tryggja fyrirsjáanleika í kostnaði, fagmennsku í rekstri kerfa og halda þér í forystu með nútímasamskiptalausnum.

MSTeams.png

Öflug samvinna með Microsoft Teams

Microsoft Teams er öflugt samvinnu- og samskiptatól sem hjálpar við skipulag hópa og verkefna, heldur utan um fundarboð, dagatöl, skjölun, samtöl og margt fleira. Með Teams næst betri yfirsýn yfir verkefnin og auðvelt að vera í samskiptum við samstarfsfólk hvar og hvenær sem er.

Vegna samþættingar Teams og Office 365 lausna er hægt að nálgast öll helstu forrit án þess að skipta um viðmót. Með þessum hætti og áframhaldandi þróun fjölbreyttra lausna leitast Microsoft við að fækka birgjum og forritum sem notendur þurfa að hafa opin hverju sinni. Einnig er hægt að hringja í aðra Teams notendur í gegnum öflugt mynd- og hljóðsímatalakerfi þess.  

Smáforrit í snjalltæki
Hægt er að sækja Microsoft Teams í iOS, Android og Windows Phone snjallsíma og snjalltæki. Þar er auðvelt að skoða miðlægar upplýsingar fyrir öll teymin og hringja mynd- eða hljóðsímtöl.  
Auðveldar samþættingar
Teams er hluti af Microsoft 365 svítunni og spilar því vel með öllum helstu forritunum eins og Word, Excel, PowerPoint, OneNote og fleirum – allt í einu og sama viðmótinu.
Innleiðing og kennsla
Advania er stoltur samstarfsaðili Microsoft á Íslandi og við bjóðum aðstoð við innleiðingu og kennslu á Microsoft Teams.

Teams sem símkerfi

Í gegnum Teams er hægt að hringja hljóð- eða myndsímtöl í aðra Teams-notendur, óháð tæki. Og nú, með aðstoð Advania er, í fyrsta sinn á Íslandi, hægt að hringja talsímtöl í öll íslensk eða erlend símanúmer, óháð því hvort viðtakandinn sé Teams-notandi eða ekki. Þetta er einföld lausn, ódýr í rekstri og Teams-notendur fá þá símkerfi inn í sitt daglega vinnuumhverfi. Með þessum hætti og áframhaldandi þróun fjölbreyttra lausna leitast Microsoft við að fækka birgjum og forritum sem notendur þurfa að hafa opin hverju sinni.

Genesys samskiptaver

Genesys er amerískt félag með sterkan fókus á þjónustuvershugbúnað fyrir millistór og stór fyrirtæki. Félagið hefur um 4500 viðskiptavini víðsvegar um heim og þar á meðal Heineken og Coca Cola. Þjónustuleiðir Genesys eru þrjár og hafa þær þann möguleika að vinna ofan á Skype for Business eða sem sjálfstæðar lausnir.

Advania á Íslandi leggur áherslu á PureConnect leiðina en á Norðurlöndunum er Advania Nordic að þjónusta fjöldan allan af stórum fyrirtækjum með PureConnect. Þar er um að ræða lausn fyrir þjónustuver sem hefur fjölrása viðmót fyrir allar samskiptaleiðir í einu og sama viðmótinu; sími, tölvupóstur, SMS, vefspjall, samfélagsmiðlar og fleira.

Það sem gerir Genesys PureConnect að þeirri framúrskarandi þjónustuverslausn sem er hún er, er að kerfið styðst við aðferðafræði „biðraða“ (e. single queue system) en til að tryggja góða upplifun viðskiptavinar eru margar samskiptaleiðir virkar og því skiptir ekki máli hvernig hann hefur samband.

PureConnect tengist svo við innri kerfi fyrirtækisins, til dæmis Microsoft Dynamics 365 (CRM) og tryggir þar með að öll samskipti við viðskiptavini séu vel aðgengileg enda allar upplýsingar á einum stað. Samhliða því þurfa upplýsingar um viðskiptavini og önnur gögn að vera örugg en kerfið er PCI-CSS vottað kerfi og uppfyllir GDPR staðla að öllu leyti.

Competella

Competella er norrænt félag sem hefur þróað öfluga þjónustuverslausn sem var sérstakalega hönnuð til að vinna ofan á Skype for Business. Lausnin var fyrsta skiptiborðalausnin til að verða vottuð fyrir Microsoft Lync, síðar Skype for Business, en með Competella fékk Skype for Business nýja eiginleika sem skiptiborð og þjónustuver. Competella er með yfir 800 viðskiptavini víðsvegar um heiminn og þar á meðal fjöldi íslenskra fyrirtækja og sveitarfélaga en lausnin hentar smærri eða millistórum fyrirtækjum eða stofnunum mjög vel.

Uppbygging lausnarinnar byggir á þremur útfærslum, hvaða þjónustulausn hentar þínu fyrirtæki fer eftir þörfum þess.

Fjarvinna og fjarfundir

Sjaldan hefur verið jafn mikilvægt að búnaður styðji vel við fjarvinnu. Því býður Advania upp á allt það sem fyrirtæki vantar til að virkja kraftinn í starfsfólkinu - hvar sem það er.

Heyrðu í okkur um síma- og samskiptalausnir

 
Vinsamlega fyllið inn í reitina fyrir neðan