Traustir innviðir auka samkeppnishæfni

Uppitími kerfa, öryggi gagna og skilvirk þróun reksturs skipta höfuðmáli þegar kemur að því að skapa fyrirtækjum samkeppnisforskot. Við bjóðum traustar innviðalausnir sem gera þér kleift að standast áskoranir og skara fram úr í rekstri.

Hjá okkur geta viðskiptavinir útvistað afmörkuðum rekstrarþáttum eða umhverfinu í heild sinni. Við getum séð um allt sem tengist rekstri á neti og netþjóna, og þú getur meira að segja verið með þinn eigin tæknilega þjónustustjóra í áskrift.

Netrekstur í áskrift

Örugg og góð internettenging er algjört lykilatriði í rekstri flestra fyrirtækja og við tryggjum að starfsfólkið þitt sé ávallt í góðu sambandi. 

Við sjáum um að reka netsambandið á öruggan og hagkvæman máta. Við tryggjum svo tenginguna með varasambandi, eldveggjum, árásarvörnum, aðgangsstýringu og eftirlitskerfum.

Hjá okkur færðu aðgang að traustu netkerfi sem hjálpar þér að tryggja stöðugleika, öryggi og nauðsynlega afkastagetu. Auk þess færðu aðgang að sérfræðingum okkar sem hafa mikla reynslu af netrekstri fyrirtækja af öllum stærðum og gerðum. 

Rekstur netþjóna í áskrift

Þegar við sjáum um rekstur netþjóna þinna færð þú aðgang að öflugum vírusvörnum, yfirgripsmiklum greiningarlausnum og sérfræðiþekkingu starfsfólks okkar sem er reiðubúið að grípa inn í um leið og þörf er á. Við sjáum um vöktun umhverfisins þíns og veitum ráðgjöf varðandi rekstur umhverfisins. Einnig sjáum við um rekstur á SQL þjónustu og gagnagrunnum þar sem áhersla á öryggi og hámarksafköst eru í fyrirrúmi. Í þessu felst sérsniðin vöktun fyrir SQL server, viðbragð við villum úr vöktunarkerfi og öryggisuppfærslur. 

Tæknistjórinn þinn í áskrift

Hjá okkur getur þú verið með tæknilegan ráðgjafa í áskrift sem er lykiltengiliður þinn við okkur. Tæknistjórinn er tæknilega sterkur aðili sem leiðir framþróun tækniumhverfis hjá þínu fyrirtæki í samráði við sérfræðinga innan Advania.

Hann hefur heildaryfirsýn yfir tæknilegt rekstrarumhverfi þitt, veitir tæknilega ráðgjöf um daglegan rekstur upplýsingatækni- og öryggismála og hefur það markmið að ná fram aukinni kostnaðarhagkvæmni í rekstri tækniumhverfisins þíns. 

Auk þess heldur tæknistjóri utan um upplýsingagjöf til viðskiptavinar sem felst meðal annars í reglulegum rekstrar- og kostnaðarskýrslum, rekstrar- og stýrishópsfundum ásamt því að miðla fræðslu um almenna framþróun og nýjungar í upplýsingatækni.

DDoS árásarvarnir

Þegar erlendar netárásir (e. Distributed Denial of Service) eða DDoS árásir eru gerðar þá eru auðlindir sem netkerfi og netþjónar búa yfir sveltar. Stutt árás getur skapað meiri netumferð en eðlileg notkun skapar á heilu ári. Tilgangur árásanna er að valda truflun á þjónustu, taka niður starfsemi þess sem verið er að ráðast á eða jafnvel fela aðgerðir eins og tilraunir til innbrota. Þessu fylgir gríðarlegur fjárhagslegur kostnaður til viðbótar við þjónustuáhrifin sem árásin veldur.

Advania veitir einstaklingum, fyrirtækjum og stofnunum aðgang að vörn gegn þessum erlendu netárásum. Árásarvörnin er alltaf til staðar til að taka við erlendum DDoS árásum, viðbragð við árásunum og vöktun á þeim er sjálfvirk og tilkynning er svo send með tölvupósti til þeirra aðila sem þurfa að vita að árás sé að eiga sér stað.

Hvaða áskriftarleið hentar þér?

Hægt er að fá lausnirnar okkar í þremur útfærslum, allt eftir því hversu mikið þú vilt sjá um upp á eigin spýtur.

Base

Fyrir aðila sem vilja að grunnvöktun og öryggisuppfærslur séu í höndum sérfræðinga Advania.

Standard

Fyrir aðila sem vilja útvista almennum rekstri og einstökum hlutum í umhverfi til Advania.

Premium

Fyrir aðila sem vilja heildarútvistun rekstrarinnviða til sérfræðinga Advania. 

 

Netrekstrarsamningurinn við Advania er mikilvægur liður í því að styrkja stoðir upplýsingatæknireksturs borgarinnar með útvistun skilgreindra rekstrarþátta

Jón Ingi Þorvaldsson
Deildarstjóri UT, Reykjavíkurborg
 

Sendu okkur fyrirspurn og fáðu meiri upplýsingar

Vinsamlega fyllið inn í reitina fyrir neðan

Rusl-vörn