Til baka

Landspítali

Greining, vefun, forritun

01 - verkefnið

Vefir Landspítala, innri og ytri vefur, hafa verið þróaðir hjá veflausnum Advania í meira en áratug og eru með stærstu vefjum landsins. 

Árið 2018 voru báðir vefir teknir í gegn með nýju útliti og einföldun á veftré.  

 

lsh.png
02 - Leit

Mikið var lagt upp úr sérforritun á leitarvélum beggja vefja og er bæði leitað í texta og skjölum ásamt því að upplýsingar eru sóttar í hin ýmsu kerfi innan spítalans og tvinnaðar saman við almennar leitarniðurstöður til að létta notendum lífið. Niðurstöðurnar eru birtar eftir fyrirfram skilgreindum flokkum og eftir raðað eftir ákveðnu vægi sem vefstjórar geta stjórnað á marga vegu.

Notendur sjá einnig helstu niðurstöður um leið og þeir slá inn leitarorð og geta því smellt á niðurstöður án þess að yfirgefa leitarreitinn á forsíðu. 

03 - Sérforritun

Advania hefur einnig forritað hinar ýmsu sérlausnir fyrir Landspítala og má þar nefna styrkumsóknarkerfi, minningarkortavef, tengingar við starfsmannaskrá og gæðahandbækur, vefverslun starfsmanna fyrir tölvubúnað með samskiptum við birgja og samþykktarferli svo eitthvað sé nefnt.