Til baka

Knattspyrnusamband Íslands

Greining, hönnun, vefun og sérforritun

01 - verkefnið

Advania fékk það verkefni að hanna nýtt útlit á vef KSÍ sem var kominn til ára sinna.

Þegar hönnuðir Advania skoðuðu verkefnið kom fljótlega upp sú hugmynd að hægt væri að gera meira úr þeim hafsjó upplýsinga sem lá í gagnagrunni KSÍ.

Settar voru upp sérsmíðaðar einingar sem tala við gagnagrunninn með vue.js library. Starfsmenn KSÍ nota sérstakt mótakerfi innanhúss hjá sér til að uppfæra upplýsingar um leiki. Það kerfi var einnig skrifað hjá Advania á sínum tíma.

Einnig var settur upp innri vefur með viðmóti fyrir starfsmann félaga og dómara sem gerir þeim mögulegt að fylla inn upplýsingar um leiki á þægilegan hátt. Innri vefinn er hægt að nota í símum og spjaldtölvum þar sem þessi vinna fer oft fram á leikvellinum.

Vefur KSÍ var valinn efnis- og fréttaveita ársins á Íslensku vefverðlaununum 2018.

Hér fyrir neðan eru nokkur dæmi um hvernig Advania bjó til meiri upplýsingar úr gögnum og setti fram á skemmtilegri hátt með þeim möguleikum sem tækni nútímans býður upp á.

02 - Síður móta

Stytta leiðir

Þegar kom að því að hanna síðu fyrir mót þá var lagt upp með gera meira úr þeim upplýsingum sem hægt var að sækja úr gagnagrunni KSÍ, gera þær myndrænni og skemmtilegri að lesa og einnig stytta leiðir yfir í önnur mót. Til dæmis má nefna að upplýsingar um leikmenn birtast til hliðar og hægt er að upplifa sögu mótsins með því að skoða úrslit í tímaflakki og sjá stöðutöfluna breytast á sama tíma.

ksi-mot.png
02 - Leikskýrslur

Grafískari framsetning

Á leikskýrslum var sett upp tímalína svo hægt væri að sjá atburði leiksins í tímaröð.

leikskyrsla2.png
03 - síða leikmanns
Á síðum leikmanna var lagt upp með að draga saman sem mest af upplýsingum og setja fram á skemmtilegan hátt fyrir notendur. Leikir voru flokkaðir niður eftir mótum og samtölur og hlutföll birt á grafískan hátt ásamt myndum.
leikmadur.png
04 - Lið í móti
Á síðu fyrir lið í móti var bætt við meiri upplýsingum og þeim möguleika að geta raðað listanum eftir t.d. mörkum og spjöldum leikmanna ásamt myndrænni birtingu.
lið í móti.png
05 - Tölfræði aftur í tímann
Ein nýjung á vefnum er sú að geta valið ákveðið tímabil og séð tölfræði þvert á félög. Hér eru til dæmis leikjahæstu leikmenn í A og B deild á árunum 2000-2018.
tölfræði aftur í tímann.png
06 - Samanburður liða
Hægt er að bera saman lið á vefnum eftir ýmsum leitarskilyrðum.