Skeytamiðlun

Með Skeytamiðlun má senda og taka á móti rafrænum reikningum, pöntunum og ofl. frá birgjum og viðskiptavinum á Íslandi, í Evrópu og víðar um heim. Lausnin byggir á áratuga reynslu Advania í meðhöndlun rafrænna gagna. 

 

Miðlun rafrænna reikninga og pantana

Skeytamiðlun Advania sér um að miðla skeytum á XML formi milli bókhaldskerfa í stað pappírs. Þannig er hægt að lágmarka það umhverfisfótspor sem bréfpóstur hefur, lækkað kostnað við sendingu skeyta og flýta fyrir því ferli.

Flest nýleg bókhaldskerfi styðja sjálfvirkan innlestur á rafrænum skjölum - það þýðir að þú getur sparað þínum viðskiptavinum sporin. Reikningarnir einfaldlega berast beint í bókhaldskerfið þar sem hægt er að flokka þá og bóka. 

Minna kolefnisfótspor

Með því að minnka notkun pappírs er hægt að minnka kolefnisfótspor fyrirtækja umtalsvert. Um það bil 5.500 reikningar sem sendir eru rafrænt frekar en á pappír spara um 100 kíló af CO2.

 

Hér eru dæmi um hluti sem hægt er að gera í staðin fyrir að prenta út 5.500 reikninga:

1.250 bananar 🍌

Þú gætir fengið þér einn banana á dag í næstum þrjú og hálft ár. Bananar eru vitaskuld meinhollir og ekkert af því að fá sér 1250 stykki - yfir langt tímabil auðvitað.

12.164 símahleðslur 📱

Að því gefnu að þú hlaðir símann þinn einu sinni á dag, eru þetta lítil 33 ár af fullri hleðslu á farsímann. Maður ætti nú að geta spjallað eitthvað fyrir það.

143 kg af rusli 🗑

Það er ansi myndarlegur ruslahaugur, en hann verður auðvitað bara minni með hverju skiptinu sem ekki þarf að prenta eitthvað út á pappír. 

Reiknaðu þinn sparnað

 

Stafrænir reikningar hafa 97,6% minna kolefnisfótspor en prentaðir og sparast þannig 183 kg af  CO2 á hverja 10.000 reikninga. Sjáðu hversu mikið kolefnisfótspor þú getur sparað á hverju ári með því að skipta yfir í rafræna reikninga.

 

Reiknivélin tekur inn í jöfnuna:

 • Framleiðslu pappírs
 • Flutning - allt frá framleiðslu til viðskiptavinar
 • Pökkun pappírs
 • Rafmagnsnotkun

Þjónustuvefur Skeytamiðlunar

Allir viðskiptavinir fá aðgang að þjónustuvef Skeytamiðlunar þar sem hægt er að sjá yfirlit yfir alla reikninga sem hafa borist viðskiptavini eða hafa verið sendir ásamt innihaldi. Hægt er að áframsenda reikninga í tölvupóst með rekjanleika og skoða dagbók skjals. Skeytamiðlun Advania var búin til á Íslandi í samvinnu við Fjársýslu Ríkisins, með íslensk bókhaldslög að leiðarljósi og stefnir ávallt að því að framfylgja íslenskum lögum fyrst og fremst.

Gakktu frá áskrift að Skeytamiðlun rafrænt

Með því að ýta á hnappinn færist þú yfir á síðu Signet forms.

 

 • Þar þarftu að skrá þig inn með rafrænum skilríkjum til að komast áfram
 • Því næst slærðu inn kennitölu fyrirtækisins
 • Slærð inn netfang þitt
 • Velur bókhaldskerfi þitt í fellilista
 • Velur hvort Advania sé að þjónusta bókahaldskerfið þitt
 • Aðgangur að Skeytamiðlun Advania felur ekki í sér neitt áskriftargjald. Eingöngu er greitt fyrir þá reikninga/skeyti sem eru móttekin/send.

Þegar áfram er haldið sérðu skilmála Skeytamiðlunar Advania, verð fyrir skeyti og önnur gjöld. Þá getur þú undirritað þessa skilmála til að stofna aðgang að Skeytamiðlun Advania. Að því loknu munum við hefjast handa við að setja upp notanda fyrir þig. Sé Advania að þjónusta bókhaldskerfið þitt munum við einnig stofna beiðni um að setja upp Skeytamiðlun í þínu bókhaldskerfi.

Enginn innleiðingarkostnaður er við að stofna notanda í Skeytamiðlun Advania, en að setja upp rafræna gátt í bókhaldskerfið getur haft í för með sér innleiðingarkostnað hjá þjónustuaðila bókhaldskerfisins. Við mælum með að hafa samband við þinn þjónustuaðila áður en gengið er frá aðild að Skeytamiðlun.

 

Spurt og svarað

Já. Þannig tryggjum við stuðning á móttöku reikninga frá öllum birgjum. 
 • Navision
 • Business Central
 • Dynamics 365 (AX)
 • Agresso
 • Payday
 • Netbókhald
Já. Skeytamiðlun styður bankabirtingu og getur þannig hjálpað umtalsvert við minnkun á prentuðum reikningum.

Binditíminn er 6 mánuðir samkvæmt almennum viðskiptaskilmálum Advania nema annað sé tekið fram í samningum.

Já, öllum sem hafa skráð sig fyrir móttöku á rafrænum reikningum.
Já. Skeytamiðlun styður móttöku og sendingu erlendra reikninga.

Fáðu fría ráðgjöf

Vinsamlega fyllið inn í reitina fyrir neðan