Skeytamiðlun

Með Skeytamiðlun má senda og taka á móti rafrænum reikningum frá birgjum og viðskiptavinum á Íslandi, í Evrópu og víðar um heim

 

Miðlun rafrænna reikninga

Skeytamiðlun Advania sér um að miðla skeytum á XML formi milli bókhaldskerfa í stað pappírs. Þannig er hægt að lágmarka það umhverfisfótspor sem bréfpóstur hefur, lækkað kostnað við sendingu skeyta og flýta fyrir því ferli. Flest nýleg bókhaldskerfi eru með stuðning um sjálfvirkan innlestur á rafrænum skjölum, eins og þau eru skilgreind skv. Staðlaráði Íslands. 

 

 

 

Stuðningur við alla

Þeir aðilar sem ekki geta tekið á móti reikningum rafrænt hafa nokkra valkosti. Hægt er að fá reikninginn sendan sem PDF skjal, þannig að útá við er fullur stuðningur við móttöku rafrænna skjala gagnvart birgjum. Þegar það kemur svo að því að uppfæra í bókhaldskerfi sem styður rafræna reikninga þá erum við með eldri frumritin á því formi til prófunar. Skeytamiðlun býður upp á tengingu við bankabirtingu, þannig að útgefandi getur lágmarkað prentun með að meirihluti reikninga fari í rafræna dreifingu. Fyrir þá aðila sem eru með mörg reikningsskil er boðið upp á alþjónustu þar sem Skeytamiðlun sér um að halda utan um það á hvaða formi móttakandi vill móttaka skeyti. Þannig þarf ekki að gera breytingar á mörgum stöðum ef einhver vill breyta um form.

 

 

Skeytamiðlun Advania

Allir viðskiptavinir fá aðgang að þjónustuvef Skeytamiðlunar þar sem hægt er að sjá yfirlit yfir alla reikninga sem hafa borist viðskiptavini eða hafa verið sendir ásamt stærð og innihaldi. Áframsenda reikning í tölvupóst með rekjanleika og skoða dagbók skjals. Skeytamiðlun Advania var búin til á Íslandi í samvinnu við Fjársýslu Ríkisins, með íslensk bókhaldslög að leiðarljósi og stefnir ávallt að því að framfylgja íslenskum lögum fyrst og fremst.

Gakktu frá áskrift að Skeytamiðlun rafrænt

Með því að ýta á hnappinn færist þú yfir á síðu Signet forms.

 

  • Þar þarftu að skrá þig inn með rafrænum skilríkjum til að komast áfram
  • Því næst slærðu inn kennitölu fyrirtækisins
  • Slærð inn netfang þitt
  • Velur bókhaldskerfi þitt í fellilista
  • Velur hvort Advania sé að þjónusta bókahaldskerfið þitt

 

Þegar áfram er haldið sérðu skilmála Skeytamiðlunar Advania, verð fyrir skeyti og önnur gjöld. Þá getur þú undirritað þessa skilmála til að stofna aðgang að Skeytamiðlun Advania. Að því loknu munum við hefjast handa við að setja upp notanda fyrir þig. Sé Advania að þjónusta bókhaldskerfið þitt munum við einnig stofna beiðni um að setja upp Skeytamiðlun í þínu bókhaldskerfi.

Enginn innleiðingarkostnaður er við að stofna notanda í Skeytamiðlun Advania, en að setja upp rafræna gátt í bókhaldskerfið getur haft í för með sér innleiðingarkostnað hjá þjónustuaðila bókhaldskerfisins. Við mælum með að hafa samband við þinn þjónustuaðila áður en gengið er frá aðild að Skeytamiðlun til að ganga úr skugga um að ekki falli til auka kostnaður.
Aðgangur að Skeytamiðlun Advania felur ekki í sér neitt áskriftargjald. Eingöngu er greitt fyrir þá reikninga/skeyti sem eru móttekin/send.

 

Fáðu fría ráðgjöf

Vinsamlega fyllið inn í reitina fyrir neðan