Upplýsingagáttin Skúffan

Skúffan er einföld og þægileg lausn sem gerir þér kleift að senda rafræna reikninga á fyrirtæki. Lausnin er sniðin að þeim sem ekki hafa aðgang að kerfum sem senda út slíka reikninga.  

Það er einfalt að nota Skúffuna, þú bara slærð inn reikningsupplýsingarnar og sendir til móttakanda. 

Komdu í Skúffuna

Rafrænar undirskriftir

Sparaðu þér og öðrum tíma og notaðu Signet við undirritun skjala. Þessi magnaða lausn gerir þér kleift að senda skjöl til undirritunar með rafrænum hætti. Viðtakendur auðkenna sig með rafrænum skilríkjum og staðfesta undirritun rafænt.  Rafrænar undirritanir með Signet eru lagalega jafngildar undirritun á pappír. Signet hentar jafnt einstaklingum og fyrirtækjum og einfaldar ferla við lántöku, samninga, fundargerðir, eignaskipti og fleira.

Sjáðu nánar

Signet Transfer

Signet Transfer flytur gögn með öruggum hætti. Sendandi auðkennir sig með rafrænum skilríkjum. Gögnunum er hlaðið upp og viðtakendur valdir. Tölvupóstur er sendur á viðtakanda um hvar nálgast megi gögnin. Einungis réttur viðtakandi getur nálgast gögnin eftir að hafa auðkennt sig.

Undirritanir eru tímastimplaðar svo ljóst sé hver gerir hvað og hvenær. Þegar gagnaflutningi er lokið er gögnum sjálfkrafa eytt úr Signet Transfer.

Nánar um Signet

Skeytamiðlun

Með Skeytamiðlun má senda og taka á móti rafrænum reikningum frá birgjum og viðskiptavinum á Íslandi, í Evrópu og víðar um heim. Hægt er að tengja Skeytamiðlun við öll bókhaldskerfi. Í stað þess að senda reikning á pappír þá getur Skeytamiðlun sent reikningana beint í bókhaldskerfi móttakanda. Það sparar tíma, pappír, sendingakostnað og vinnu við að skrá upplýsingar sem stuðlar að því að greiðslur berist fyrr. 


Sjáðu nánar

Rafrænar uppflettingar

Upplýsingaheimar Advania er þjónustuvefur þar sem hægt er að fletta upp í gagnasöfnum frá hinu opinbera á einfaldan máta.

Einnig má útfæra aðgang að Þjóðskrá og fyrirtækjaskrá í gegnum t.d. FTP þjónustu eða XML. Hægt er að kaupa úrtök úr skránum að uppfylltum reglum eigenda upplýsinganna, þ.e. Ríkisskattstjóra og Þjóðskrá Íslands.

Lausnin hentar vel fjármála- og tryggingafyrirtækjum, lögfræðistofum og fyrirtækjum í bílaviðskiptum . 

Sjáðu upplýsingaheima Advania

Vefverslanir og „mínar síður“

Advania sérhæfir sig í gerð vefverslana og uppsetningu á „mínum síðum“ viðskiptavina. Neytendur gera þá kröfu að geta verslað allar vörur og þjónustu á netinu. 

Sérfræðingar okkar hafa mikla reynslu af uppsetningu vefverslana og hjálpa þér að bæta aðgengi að vörum þínum og þjónustu í gegnum vefinn. 

Sjáðu nánar um Veflausnir Advania

Rafræn viðskipti spara tíma og fjármagn.

sendu okkur línu

Fáðu ráðgjöf

Vinsamlega fyllið inn í reitina fyrir neðan