Oracle

Oracle kerfið er viðskiptahugbúnaður sem keyrir á Oracle gagnagrunni. Um er að ræða samhæfða heildarlausn fyrir fyrirtæki og stofnanir með rúmlega 60 kerfishlutum, en meðal þeirra helstu eru mannauðskerfi, fjárhagsbókhald, verkbókhald, innkaupakerfi og eignastýringakerfi. 

Ráðgjafar Advania hafa mikla reynslu og þekkingu á möguleikum Oracle viðskiptalausna. Við leggjum ríka áherslu á að ráðgjafar okkar fylgist vel með öllum nýjungum, bæði í Oracle viðskiptalausnum sem og á sínu faglega sérsviði. 

Við erum stolt af því að vera viðurkenndur samstarfsaðili Oracle.

Fjárhagur

Fjárhagur gerir þér kleift að halda utan um eignir, afstemmingu, uppgjör, verkbókhald, viðskiptakröfur og skuldir á þægilegan hátt á einum stað. Kerfiseiningarnar eru samþættar og veita betri innsýn í rekstrinum.

Með aukinni yfirsýn sem fjárhagskerfi Oracle veita, verður reksturinn öruggari og fyrirsjáanlegri.

Vörustýring

Oracle býður upp á sérlega skilvirkar lausnir þegar kemur að vörustýringu. Með vörustýringarkerfi Oracle er auðvelt að halda utan um birgðir, framleiðslu, innkaup, sölur og fleira. Kerfið býður líka upp á góðar leiðir til eignaumsjónar, vefverslunareiningu og útboðskerfi.

Mannauður

Mannauðskerfi Oracle samanstendur af fjölbreyttum einingum þar sem stjórna má upplýsingum um mannauð fyrirtækisins eða stofnunarinnar á hagkvæman og árangursríkan hátt. Einingarnar geta staðið stakar einar og sér, en saman tengjast þær og mynda heildarmannauðslausn. 

Viðskiptagreind

Uppgötvaðu nýjar hliðar á rekstrinum þínum og spennandi sóknarfæri með viðskiptagreind Oracle. Nýttu þér gagnaöflun og vinnslumöguleika sem hjálpa þér við ákvarðanatöku. Viðskiptagreind Oracle tekur saman gögnin þín og dregur upp heildstæða mynd af rekstrinum.

Heyrðu í okkur um Oracle

Vinsamlega fyllið inn í reitina fyrir neðan

Rusl-vörn