Matráður

Það er ekkert mál að halda utan um matar- og vöruúttektir starfsfólks með Matráði. Matráður hentar bæði stórum og smáum fyrirtækjum. Lausnin einfaldar umsýslu mötuneyta, ritfangalagera og sambærilegra aðfangastöðva. 

Skilvirk og hagkvæm sjálfsafgreiðsla

Matráður gerir starfsfólki þínu kleift að afgreiða sig sjálft á þægilegan máta. Einstaklingur notar starfsmannakort sitt eða -númer, velur vörur úr lista og staðfestir úttekt. Einfaldara getur það varla verið.

Segðu bless við óþarfa handavinnu

Kerfið er einfalt, skýrt og myndrænt. Handskráð uppgjör heyra sögunni til, því uppgjörsferlið skilar sér auðveldlega inn í launa- og bókhaldskerfið þitt.

Segðu skilið við allt umstangið og tímann sem fylgir vöruúttektum á pappír, miðum eða í Excel.

Auðveld áætlanagerð

Matráður gefur þér skýra sýn yfir söguleg gögn og úttektir starfsfólks. Með þessu verður auðveldara að áætla þörf aðfanga og innkaup í framtíðinni.

Eru fleiri í mat á fimmtudögum en mánudögum?

Með Matráði er ekkert mál að fletta upp hversu margir mæta í mat eftir dögum.

Staðan í rauntíma

Skoða má úttektir í rauntíma og þannig grípa inn í og gera viðeigandi ráðstafanir ef óvænta gesti ber að garði.

Matráður hefur haft byltingu í för með sér hjá HVest við alla umsýslu seldra matarskammta og úrvinnslu þeirra til launafulltrúa. Nú geta starfsmenn mötuneytis einbeitt sér að öðrum hlutum en því hvort að starfsmenn skrái matarkaup sín eða ekki og því má segja að sparast hafi hálft stöðugildi meðan á matartíma stendur.  
Svavar Þór Guðmundsson
Kerfisstjóri HVest

Auktu virðið með tengingum við mannauðskerfi

Tengdu Matráð við mannauðskerfið til að samnýta skráðar upplýsingar. Þannig má t.d. sjálfkrafa virkja starfsmann í Matráði þegar hann hefur störf.

 

Lagaðu kerfið að þínum þörfum

Það er einfalt að stilla Matráð. Til dæmis má laga verð að fjölda úttekta, þannig að fyrsta úttekt einstakrar vöru sé á öðru verði. Bæta má við möguleika á að skrá úttektir á deildir frekar en starfsfólk og auðvelt er að halda utan um gesti og verktaka.

Lausnin hentar öllum stærðum og gerðum fyrirtækja og stofnana, óháð starfsmannafjölda. Hægt er að setja Matráð upp og nota án nokkurra tenginga við önnur kerfi.

Innifalið í Matráði

  • Ótakmarkaður vörufjöldi
  • Tryggt aðgengi og uppitími
  • Myndræn framsetning á vöruframboði
  • Yfirsýn fyrir eldhús

Ath. öll verð eru án VSK

Mánaðargjald

fyrir áskrift að Matráði (án VSK).

22.883 kr.

< 200 starfsmenn

41.190 kr.

< 400 starfsmenn

Viltu ræða aðrar leiðir?

Sum rekstrarform kalla á sérsniðin tilboð.

  • Fleiri en 400 starfsmenn
  • Fleiri en eitt mötuneyti
  • Fleiri en eitt fyrirtæki
  • Tenging við önnur kerfi

Heyrðu í okkur um Matráð

Vinsamlega fyllið inn í reitina fyrir neðan

Rusl-vörn