VinnuStund

Vinnustund er vaktaáætlana- og viðverukerfi fyrir stærri fyrirtæki, sveitarfélög og stofnanir.

Tímaskráningar á einum stað

Vinnustund heldur utan um og reiknar forsendur launa út frá vinnutíma starfsmanna, stimplunum og tíma- og fjarvistaskráningum. Kerfið  heldur utan um mismunandi réttindaávinnslu starfsmanna, sem dæmi orlof, frí vegna hvíldartímabrota, veikindi og yfirvinnufrí. 

Vinnustund er með öfluga regluvél þar sem samningar eru skilgreindir og styður kerfið nú þegar alla kjarasamninga ríkis og sveitarfélaga, s.s. samninga lækna, hjúkrunarfræðinga, kennara og fl.

 

 

Skipulag og yfirsýn

Vinnustund er öflugt tæki til að skipuleggja vinnu starfsmanna, hvort sem er sjálfvirkt út frá mönnunarþörf byggðri á hæfni starfsmanna og vaktaóskum þeirra, eða skilgreindu vaktamynstri. Í kerfinu er skýrslukerfi þar sem starfsmenn og stjórnendur fá yfirsýn yfir ýmis atriði sem snýr að vinnutíma og viðveru starfsmanna.

Stöðluð lausn

Vinnustund er stöðluð lausn í notkun hjá fjölda fyrirtækja og stofnana á Íslandi. Kerfið er tengt við ýmis launakerfi, s.s. Oracle E-Business Suite mannauðs- og launakerfi ríkisins, H3,  Kjarna, SAP og NAV launakerfum.

Smástund

Starfsmannaappið Smástund er hluti af VinnuStund, en þar geta starfsmenn séð vinnutíma sinn og gert tímaskráningar.

Advania0034_02-edit.jpg

 

 

Fáðu fría ráðgjöf