Samtal

Sjáðu til þess að starfsmannasamtöl fái þá athygli sem þau eiga skilið.

 

Samtal straumlínulagar ferilinn og hjálpar mannauðsfólki að hafa yfirsýn með hjálp sniðmáta og mælaborða.

Nú erum við að tala saman

Við vitum að samtöl milli starfsmanna og stjórnenda eru mikilvæg. Þau eru lykilþáttur í að starfsmenn viti til hvers er ætlast af þeim, hvort frammistaða sé eftir kröfum og til að hjálpa til við starfsþróun. Það er þó mjög einfalt að setja þau óvart aftarlega í forgangsröðina.

Samtal hjálpar stjórnendum að setja starfsmannasamtöl í forgang með einföldum og aðgengilegum lausnum. Mannauðsfólk getur útbúið sniðmát fyrir allar tegundir samtala sem stjórnendur og starfmenn geta nálgast á einfaldan hátt. Samtöl verða þannig ekki bara stöðluð, heldur er um leið auðvelt að fylgja eftir að þau eigi sér stað.

Stöðluð samtöl

Samtal gerir mannauðsfólki kleift að búa til sniðmát fyrir samtöl sem mæta þörfum stjórnenda og starfsfólks. Til dæmis fyrir

 

 • Starfsmannasamtöl
 • Launasamtöl
 • Viðverusamtöl
 • Starfslokasamtöl

Mannauður gerir þessi sniðmát aðgengileg inni í lausninni á hlaðborði stjórnandans þar sem hann getur valið hvaða starfsmann hann vill taka í samtal og tegund samtals.  

Dæmi um sniðmát

 

 

Betri yfirsýn og sjálfbærni

 • Stjórnandinn hefur yfirsýn yfir sitt starfsfólk og getur séð hvaða starfsmenn hafa farið í samtal, eru með samtal í undirbúningi, eða hvaða starfsmenn á eftir að bóka í samtal. Stjórnandi sem hefur valið samtal fyrir starfsmann getur síðan undirbúið sig. 
 • Starfsmaður hefur yfirsýn yfir sín fyrri samtöl og samtöl í vinnslu ásamt því að geta undirbúið sig fyrir næsta samtal. 
 • Mannauðsfólk getur séð hvaða starfsfólk hefur farið í samtal og getur unnið úr þeim upplýsingum til að tryggja aðgengi starfsfólks að samtölum og þannig stutt við starfsþróun. 

Auðvelt aðgengi

Með því að bjóða upp á samtöl í vefviðmóti verður aðgengi að því að framkvæma t.d. starfsmannasamtöl, launasamtöl, starfslokasamtöl o.s.frv. mun einfaldara. Að sjálfsögðu er hægt að vinna með lausnina í öllum snjalltækjum.

Allir hlutar Samtals eru aðgengilegir á einfaldan hátt á einum stað og engin þörf er á að setja upp neinn hugbúnað.

 

 

Sjáðu kynningarfundinn

Sérfræðingar Advania í mannauðslausnum ræða:

 

 • Hvert er virði starfsmannasamtala?
 • Hlutverk mannauðs í að búa til agile umhverfi
 • Hvernig mannauður getur unnið agile
 • Hvernig mannauðslausnir Advania nota agile í þróun 

Taktu næsta skrefið

Fáðu upplýsingar eða bókaðu frían fund
Vinsamlega fyllið inn í reitina fyrir neðan

Rusl-vörn