H3 laun

Öflugt launakerfi með fjölbreytta skýrslugerð

Virkni launakerfisins miðar að því að auðvelda launavinnslu, spara tíma, auka yfirsýn yfir launakostnað og helstu starfsmannaupplýsingar. 
Kerfið hentar bæði rekstraraðilum með starfsmenn á tímakaupi og á mánaðarlaunum.


H3 laun vistar útreikning á launum niður í smæstu einingar. Auðvelt er að tengja kerfið saman við önnur og tekur það á móti tíma- og launafærslum frá öllum helstu viðverukerfum og skilar bókhaldsfærslum til allra fjárhagskerfa. 
Hægt er að framkvæma rafræn skil á staðgreiðslu, launatengdum gjöldum launaseðlum og launamiðum. 

Viðskiptagreindarlausn fyrir stjórnendur

H3 teningarnir eru öflug viðskiptagreindarlausn sem skilar upplýsingum úr flest öllum kerfiseiningum H3 á skjótan og öruggan máta. 
H3 teningarnir gera stjórnendum og launasérfræðingum kleift að fá bestu mögulegu yfirsýn til að styðja við upplýstar ákvarðanir, afstemmingar á launakeyrslum og grípa til viðeigandi ráðstafana þegar þörf er á.

Reynsla Össurar af H3 launakerfi

Össur hefur tekið í notkun H3 launakerfi og Bakvörð tímaskráningakerfið. Með aðstoð Advania voru kerfin innleidd og samtengd og óhætt er að segja að mannauðsfólk Össurar sé ánægt með útkomuna. Svona lýsir Dagbjört Jónasdóttir, launafulltrúi Össurar á Íslandi, sinni upplifun af notkun kerfanna.

Samþættingar - aukin skilvirkni á milli kerfa

Tengdu H3 lausnirnar saman við önnur mannauðskerfi með samþættingar viðbótinni og útrýmdu þannig tvískráningum. Með H3 samþættingum deilir þú og samræmir gögn á milli mismunandi kerfa frá öðrum hugbúnaðarframleiðendum. Lausnin virkar vel fyrir t.a.m. önnur bókhalds-, vefviðhalds-, mannauðs-, og tímaskráningarkerfi. Þetta kemur í veg fyrir margskráningu upplýsinga, minnkar líkur á villum og lámarkar kostnað við viðhald á gögnum. 


Samþættingar þjóna bæði stórum og smærri notendum sem vilja auka skilvirkni á milli kerfa. 
H3 samþættingar hentar vel fyrirtækjum sem hafa þörf fyrir samþættingu ólíkra hugbúnaðarkerfa eða vilja tengjast á rafrænan hátt kerfum sem senda gögn sín á milli. 

Launaáætlanir sem spara tíma og fyrirhöfn

Áætlanir í H3 launakerfinu umbreytir vinnulagi við launaáætlanagerð og eykur kostnaðarvitund og sjálfstæði stjórnenda.
Kerfið gerir notendum mögulegt að framkvæma faglegar, nákvæmar og áreiðanlegar launaáætlanir sem sparar tíma og fyrirhöfn. 

 

 

Einfaldur útreikningur dagpeninga


H3 dagpeningar er heildarlausn sem einfaldar útreikning dagpeninga. Útreikningur og uppgjör geta verið fyrir margar ólíkar ferðir og tengst hvaða gjaldmiðli sem er. Gengi gjaldmiðla er ávallt uppfært og þarf því aldrei að handfæra gengi. 
Allar upplýsingar um dagpeningagreiðslur eru á einum stað og hægt að nálgast yfirlit yfir heildargreiðslur, fjölda ferða, áfangastað o.fl. 

Auðvelt er að fá heildaryfirlit úr kerfinu og sparar það vinnu við skýrslu -og framtalsgerð. Kerfið býður upp á rafræna kvittanir þegar greiðslur hafa verið framkvæmdar. 
Öflugar aðgangsstýringar gera einstökum starfsmönnum kleift að fá aðgang að yfirliti fyrir greiðslur dagpeninga án þess að viðkomandi hafi aðgang að öðrum hlutum kerfisins.

Við hjálpum þér að einfalda jafnlaunavottunarferlið

H3 er vel í stakk búið til þess að styðja við notendur í aðdraganda jafnlaunavottunar, hvort sem þeir kjósa að nota stigagjöf eða röðun (paraðan samanburð) við starfaflokkunina. Stofngögn fyrir röðunaraðferðina hafa verið forskráð í kerfið og ráðgjafar mannauðslausna eru alltaf reiðubúnir að aðstoða þá, sem vilja frekar nota stigagjöf, við innslátt eða innlestur stofngagna.

H3 er í stöðugri þróun og nú eru nokkrar nýjar fyrirspurnir aðgengilegar í kerfinu sem gefa notendum góða yfirsýn. Til dæmis er nú auðvelt að keyra fyrirspurn til að sjá hvaða starfaflokki starfsmenn tilheyra, ásamt röðun eða stigafjölda hvers og eins. Á sama hátt má nú á einfaldan hátt taka út lista yfir öll skráð viðmið í kerfinu, hvort sem röðun eða stigagjöf liggur þar til grundvallar.

Jafnlaunagreining

Jafnlaunagreining gerir notendum einnig kleift að ná öllum jafnlaunagögnum út í lista, skipta út persónugreinanlegum upplýsingum um starfsmenn fyrir runur af tölum og bókstöfum og senda gögnin í frekari greiningu (t.d. til PayAnalytics) eða til vottunaraðila fyrir úttekt. Ef gera þarf fjölþættari greiningar en nýja jafnlaunakönnunin býður upp á, má auðvitað alltaf grípa í jafnlaunateninginn góða (OLAP) til að ná gögnunum út. 


Valmöguleikar sem snúa að jafnlaunavottun er nú sameinaðir undir einni valmynd, Jafnlaunagögn, sem er nú aðgengilegt bæði í launa- og mannauðshluta kerfisins.

 

Árstíðarbundinn liðsauki

Sérstakar vinnslur hjálpa til við árstíðarbundna útreikninga. Þannig sparast mikill tími þegar framkvæma þarf stórar vinnslur á borð við desember- og orlofsuppbætur. Nýttu kraftinn í launakerfinu til að auðvelda þér lífið þegar álagið eykst.

Fáðu fría ráðgjöf

Vinsamlega fyllið inn í reitina fyrir neðan