Bakvörður

Bakvörður er einföld og þægileg skýjalausn sem gerir starfsfólki kleift að skrá viðveru og gefur stjórnendum betri yfirsýn yfir tímanotkun og fjarveru. 

Einfalt og aðgengilegt

Bakvörður er þrautreynd lausn, studd af öflugum og reyndum hópi ráðgjafa og hugbúnaðarsérfræðinga.

Lausnin er hýst í skýi Advania og eru uppfærslur innifaldar í mánaðarlegum áskriftargjöldum. Notendur eru því alltaf með nýjustu útgáfu af lausninni, án þess að greiða fyrir það viðbótarkostnað.

Starfsmenn hafa aðgang að skráningarlausn sem hentar hverjum rekstri, allt frá stimpilklukku á vegg yfir í snjalltæki til að stimpla sig inn og út frá vinnu. Gott aðgengi að skráningu minnkar hættu á leiðréttingum sem vinna þarf eftir á.

 

 

Sjálfbærni og sjálfvirkni

Í Bakverði geta starfsmenn lagt inn óskir um fjarveru, sumarfrí eða annað orlof. Næsti yfirmaður fær tilkynningu um að afgreiða beiðnina eða senda hana áfram á ábyrgðaraðila fyrir skráningu starfsmannsins. 

Starfsmenn hafa ávallt greiðan aðgang að upplýsingum um stöðu sína s.s. fjölda orlofsdaga, yfirvinnutíma og annað slíkt. 

Bakvörður safnar saman upplýsingum um skráningar starfsmanna til og frá vinnu og reiknar út tíma til greiðslu skv. kjarasamningi hvers og eins. Stjórnendur skrá tímana, eða gera viðeigandi breytingar um viðveru og fjarveru starfsmanna, og staðfesta þær til launa.

 

 

Sjálfvirkur útreikningur

Bakvörður sér um að reikna út dagvinnu, eftirvinnu, yfirvinnu og aðra taxta eftir því sem við á skv. kjarasamningi hvers og eins starfsmanns. Eina sem þarf að tryggja er að skráð hafi verið réttur upphafs og lokatími hvern dag fyrir sig. Bakvörður sér um rest.


Kerfið skilar í lok launatímabils skrá sem lesin er inn í launakerfið, þannig losna notendur við vinnu við innslátt í laun og villuhætta verður mun minni en annars er.

Mánaðargjöld ráðast af skráningum starfsmanna í hverjum mánuði fyrir sig. Þau eru því fyrirsjáanleg og fylgja sveiflum í stöðugildum hjá notendum.

Fáðu fría ráðgjöf