Eigindi

7 atriði sem gera Dynamics 365 Business Central að viðskiptakerfi nútímans

 

 

1: Í áskrift og í skýinu

Það skapar sveigjanleika í rekstri með þekktum rekstrarkostnaði og möguleika á að útvíkka kerfið eftir því sem þarfir breytast. Uppfærslur koma sjálfkrafa mánaðarlega beint frá Microsoft. Þannig getur notandinn einbeitt sér að því sem skiptir máli.
BC2.png

 

 

2: Samþætting við Microsoft 365

Það hefur aldrei verið auðveldara að halda utan um sölutækifæri, vinna í tilboðum, pöntunum og reikningum á einum stað. 

3: Aðgangur hvar sem er

Sama upplifun – hvort sem þú notar lausnina staðbundið, í skýinu eða bæði.  

Fáðu aðgang hvar og hvenær sem er með Business Central forritum fyrir Windows, Android og iOs. 

 

 

4: Betri yfirsýn á reksturinn

Dynamic 365 Business Central er heildstætt viðskiptakerfi með samtengdum kerfiseiningum fyrir sölu, innkaup, fjárhag, mannauð og viðskiptavini. Allt talar saman og gefur notandanum frábæra yfirsýn.

5: Öflugt verkbókhald

Hægt er að taka upplýstari ákvarðanir sem byggðar eru á stöðu verkefna og arðsemi. Dynamics 365 Business Central gefur notandanum góða yfirsýn yfir öll skráð verk ásamt tekjum og kostnaði.

6: Öryggi gagna og vernd persónuupplýsinga

Tryggðu að GDPR kröfur séu uppfylltar með réttri aðgangsstýringu að gögnum ásamt rekjanleika. 

 Meðhöndlaðu, geymdu og sendu gögn á öruggan máta með innbyggðri dulkóðun. 

7: sérsniðnar íslenskar lausnir

Í samstarfi við Microsoft hefur Advania gengið enn lengra og býður upp á sérstakar lausnir sem smíðaðar eru fyrir íslenskan markað. Þannig sjáum við til þess að þú sért með bókað forskot.
Advania0034_02-edit.jpg

Settu saman þinn pakka

Ótrúlega einfalt er að setja saman Dynamics 365 Business Central upplifun sem hentar þér. Við höfum smíðað einfalda reiknivél sem leiðir þig í gegnum ferilinn og gefur strax upp áætlað verð.

Þú velur í fjórum einföldum skrefum:

  • Business Central leyfi
  • Hvaða öpp þú vilt ná í
  • Hvort þú viljir aðstoð við uppsetningu
  • Hvaða þjónustuleið þú vilt nýta þér