Dynamics 365 Business Central

Dynamics 365 Business Central er viðskiptakerfi sem byggt er á traustum grunni Dynamics Nav sem áður hét Navision. Kerfið er gríðarlega öflug lausn fyrir fjárhag, viðskiptatengsl, mannauð, birgðarstýringu o.fl.

Með sérstökum lausnum í formi appa er hægt að sérsníða það að þörfum hvers og eins.

velkomin í

Viðskiptakerfi nútímans

Í áskrift og í skýinu

Með kerfinu er rekstarkostnaður alltaf þekktur og það aðlagast þörfum notandans. Uppfærslur koma sjálfkrafa mánaðarlega beint frá Microsoft. Þannig getur notandinn einbeitt sér að því sem skiptir máli.

Samþætting við Microsoft 365

Það hefur aldrei verið auðveldara að halda utan um sölutækifæri, vinna í tilboðum, pöntunum og reikningum á einum stað. 

Aðgangur hvar sem er

Sama upplifun – hvort sem þú notar lausnina staðbundið, í skýinu eða bæði. Fáðu aðgang hvar og hvenær sem er með Business Central forritum fyrir Windows, Android og iOs.

Betri yfirsýn á reksturinn

Dynamic 365 Business Central er heildstætt viðskiptakerfi með samtengdum kerfiseiningum fyrir sölu, innkaup, fjárhag, mannauð og viðskiptavini. Allt talar saman og gefur notandanum frábæra yfirsýn.

Öflugt verkbókhald

Hægt er að taka upplýstari ákvarðanir sem byggðar eru á stöðu verkefna og arðsemi. Dynamics 365 Business Central gefur notandanum góða yfirsýn yfir öll skráð verk ásamt tekjum og kostnaði.

Öryggi gagna og vernd persónuupplýsinga

Tryggðu að GDPR kröfur séu uppfylltar með réttri aðgangsstýringu að gögnum ásamt rekjanleika. Meðhöndlaðu, geymdu og sendu gögn á öruggan máta með innbyggðri dulkóðun.

reiknivél

Settu saman þinn pakka

Fimm einföld skref:

  • Hvaða Business Central leyfi hentar?
  • Hvaða viðbætur (öpp) henta þínum rekstri?
  • Viltu aðstoð við innleiðingu?
  • Hvaða þjónustuleið viltu nýta þér?
  • Hversu margir notendur munu nota þjónustuna?
*verð eru án vsk
 

í fleiri orðum

Eiginleikar kerfisins

Business-Central-herferd_kona-an-logo.png

Vertu í skýjunum

Dynamics 365 Business Central er heildstætt viðskiptakerfi sem hjálpar notendum að hafa góða yfirsýn og halda utan um rekstur fyrirtækis síns. Kerfið heldur utan um allt frá bókhaldi til mannauðar og hentar öllum stærðum fyrirtækja. 

 

  • Kerfið er í skýinu og rekið af Microsoft - uppfært sjálfvirkt mánaðarlega
  • Aðgangur hvar og hvenær sem er með Business Central forritum fyrir snjalltæki
  • Samþætting við Microsoft 365 sér til þess að öll gögn séu á einum stað

Þjónustuleiðir við allra hæfi

Með áratuga reynslu í bókhaldskerfum erum við boðin og búin að aðstoða viðskiptavini okkar. Þess vegna erum við ekki einungis með úrval þjónustuleiða, heldur einnig frían aðgang að ýmsu ítarefni. 

 

  • Allir viðskiptavinir hafa aðgang að þekkingargreinum
  • Einfaldur aðgangur í gegnum Þjónustugátt Advania
Advania3627.jpg

Kynning frá sérfræðingum Advania

Business Central sérfræðingar Advania kynna hvað breytingin frá Navision yfir í Business Central felur í sér.

 

Á skrifstofutímum eru sérfræðingar okkar til taks í vefspjallinu sem finna má neðst á þessari síðu. Einnig er hægt að senda inn fyrirspurn sem svarað er við fyrsta tækifæri. 

Blogg

Sérfræðingar okkar blogga um Dynamics 365 Business Central og tengd mál:

Ertu með spurningar?

Vinsamlega fyllið inn í reitina fyrir neðan