Discovery Hub

TimeXtender® er næsta kynslóð af gagnalausn, sem einfaldar og sjálfvirknivæðir útfærslu og rekstur á gagnainnviðum fyrirtækja og stofnanna. Það er ekki lengur þörf á því að vinna með fjölmörg tól, hugsa um undirbúning á gögnum eða vandamál tengd löngum þróunartíma á lausnum sem byggja á útfærslu með hefðbundnum tólum og ferlum.

Með óþrjótandi möguleikum á myndrænni framsetning gagna í tólum eins og Power BI, TARGIT, Tableau og Qlik, þá viltu geta fínstillt gögn á margvíslegan hátt. Þú vilt einnig aðgang að fleiri gagnalindum, mögulega með aðstoð IT, en þó ofast án þess að þurfa að bíða eftir aðstoð frá þeim eða ytri ráðgjafa.

Þegar notendur nálgast gagnalindir á mismunandi hátt byrja vandamál með gagnagæði að koma upp sem skila sér í skýrslum með mismunandi niðurstöðum. Þú og þínir samstarfsmenn enda með gagnasíló sem byggja á gögnum með mismunandi uppruna og meðhöndlun. 

Einfaldari, betri og  hraðvirkari greiningar með aðstoð sjálfvirknivæðingar

TimeXtender® er heildarlausn sem gerir mögulegt að sameina gögn úr mörgum gagnalindum á einfaldan hátt í eina rétta útgáfu (e. single source of truth). Lausnin sjálfvirknivæðir gerð gagnalíkana þannig að almennir starfsmenn og stjórnendur geti á einfaldan hátt unnið með gögnin.

Á sama tíma eru gögnin vel skilgreind þannig að allir notendur af skýrslum og greiningum eru alltaf að vinna með sömu gögn og skilgreiningar.

 

Með því að sameina umhverfið við þitt uppáhalds greiningartól öðlast þú fullkomna stjórn á viðskiptgreind (BI). Með því að nota TimeXtender sem traustan grunn fyrir þínar greiningar getur þú búið til skalanlegt, vel skilgreint og öruggt umhverfi sem þú hefur fullkomna stjórn á. Á sama tíma styður þú við sjálfsafgreiðslu (e. self-service) þannig að starfsmenn og stjórnendur geta á einfaldan hátt búið til eigin skýrslur og greiningar án þess að draga úr öryggi gagna og fylgni (e. compliance) við gildandi lög og reglur.

TimeXtender gerir starfsmönnum, BI og IT sérfræðingum mögulegt að vinna saman í samþættu umhverfi sem styður við agile þróun. Skýrslur og mælaborð eru útfærð í stuttum sprettum í samræmi við þarfir á hverjum tíma. Þetta gerir stjórnendum kleift að taka vel ígrundaðar ákvarðanir án þess að hafa áhrif á grunnkerfi félagsins.

 

Discovery Hub_2018-11-19-01.png

TimeXtender hjálpar viðskiptavinum að auka virði rekstrarins og fá betri yfirsýn yfir lykilupplýsingar með því að:

  • Einfalda aðgengi og samþættingu á sívaxandi fjölda gagnalinda
  • Búa til skýrslur og greiningar án þess að þurfa að bíða eftir að IT bæti við gagnalindum
  • Forðast villur í skýrslum í tengslum við breytingar á gagnalindum eða rekstrarumhverfi
  • Auka samræmi í skýrslum og lykilmælikvörðum með vel skilgreindum og sannreyndum gögnum
  • Draga úr kostnaði við ytri ráðgjafa og auka aðgengi að gögnum án aðkomu IT
  • Auka skalanleika svo hægt sé að dreifa skýrslum fyrir Power BI, Tableau, Qlik eða önnur greiningartól þvert á fyrirtækið

Í skýinu, á staðarnetinu eða blandað

TimeXtender, leggur mikla áherslu á að aðstoða viðskiptavini sína í vegferð sinni að flytja upplýsingakerfin í skýið. Þar sem fyrirtæki eru komin mislangt í þeirri vegferð þá er hægt að hýsa Discovery Hub® í skýinu, á staðarneti fyrirtækja (e. on-premise) eða í blandaðri hýsingu (e. hybrid).

Svona virkar þetta

TimeXtender® samanstendur af: Gagnamarkaði (ODX), endurbættu vöruhúsi gagna (MDW) og framsetningarlagi

Gagnamarkaður (ODX): Aðgangur að lykilupplýsingum

Gagnamarkaðurinn (e. Operational Data Exchange) leysir allar áskoranir tengdar aðgengi að gögnum, sem er helmingurinn af þeirri áskorun sem er falin í því að búa til umhverfi sem stuðlar að sjálfsafgreiðslu á skýrslum og greiningum. Notendur greiningartóla þurfa ekki lengur aðstoð IT við útfærslu á skýrslum og greiningum, þó að IT geti séð um útfærslu og rekstur á gagnamarkaðinum (ODX). Starfsmenn með sérhæfða þekkingu, t.d. BI sérfræðingar, geta lagt áherslu á gerð gagnalíkana og afhendingu sjálfsafgreiðsluslausna til gagnavísindamanna, gagnagreinenda og notenda greiningartóla, sem nota gögn í öðrum lögum umhverfisins hvort sem það er í endurbættu vöruhúsi gagna (e. Modern Data Warehouse) eða framsetningarlaginu (e. Semantic Layer)

Kosturinn við þessa aðferð er sú að hún einfaldar ferlið við að tengja saman sívaxandi fjölda gagnalinda sem sem eru sífellt að stækka í gagnamagni.

Endurbætt vöruhús gagna (MDW): Skilningur og traust

Endurbætt vöruhús gagna (e. Modern Data Warehouse) byggir á hugmyndafræðinni að notendur þurfi að hafa aðgang á gögnum og skilning á þeim. Til þess að aðgengi að gögnum skili árangri þá þurfa gögnin að vera aðgengileg á formi sem almennir notendur skilja. Ólíkt hefðbundum aðferðum við útfærslu á vöruhúsi gagna þá eru engar ályktanir dregnar um það hvaða gögn skipta máli. Markmiðið er að almennir notendur geti verið sjálfbærir í greiningu gagna. 

Í MDW eru gögnin samþætt, hreinsuð og auðguð. Með MDW þarf aðeins að höndla vandamál sem tengjast gæðum gagna einu sinni. Lykilupplýsingar úr mismunandi kerfum eru samþættar í eitt gagnasett. MDW getur einnig haldið utan um söguleg gögn í þeim tilvikum þar sem gögn breytast yfir tíma eða kerfi eru aflögð.

MDW leysir eina af þeim áskorunum, sem vegferðin að sjálfsafgreiðslu felur í sér, aðgengi að vel skilgreindum og áreiðanlegum gögnum.

Understaind-and-trust-1.png
Discovery-Hub_Frontends_Qlik_PowerBI_Tableau_Small.png

Framsetningarlagið: Ein útgáfa af sannleikanum fyrir Power BI, Tableau og Qlik

Í gegnum framsetningarlagið (e. Shared Semantic Layer) eru gagnalíkön skilgreind einu sinni og síðan dreift sjálfkrafa á réttu formi fyrir mismunandi greiningartól hvort sem um er að ræða Power BI, Tableau eða Qlik. Sýnin byggir á einni útgáfu af sannleikandum (e. single source of truth), þar sem allir vinna með sömu skilgreiningar og gildi.

Framsetningarlagið tengir saman endurbætt vöruhús gagna (MDW) við þarfir einstakra viðskiptaeininga, hvort sem þær byggja á deildarskiptingu eða staðsetningu, og styður við greiningarþarfir þeirra.

Óháð því hvaða greiningartól er notað þá munu notendur komast að sömu niðurstöðum sem kemur í veg fyrir sambærilegar skýrslur með mismunandi niðurstöðum. Framsetningarlagið gerir fyrirtækjum einnig kleift að skipta yfir í önnur greiningartól í framtíðinni á einfaldan hátt án þess að þurfa að byggja upp öll gagnalíkön frá grunni.

Þetta snýst allt um sjálfvirkni

Hugbúnaður hjálpar fyrirtækjum að brúa bilið frá gagnaaðgengi til greiningar með sjálfvirknivæðingu. Með Discovery Hub® getur þú dregið úr þeim tíma sem tekur að gera gögn aðgengileg, haft yfirsýn yfir öll þín gögn, tryggt gæði gagna og viðhaldið skjölun sjálfkrafa sem  einfaldar fyrirtækjum að fylgja gildandi lögum og reglum s.s. GDPR o.fl.

Heyrðu í okkur

Vinsamlega fyllið inn í reitina fyrir neðan

Rusl-vörn