Vinnuaðstaðan
Við hjá Advania viljum ráða til okkar metnaðarfullt og skemmtilegt starfsfólk. Við bjóðum fjölbreytt verkefni og gott vinnuumhverfi. Endilega sendu okkur umsókn ef þú vilt slást í hópinn.
Höfuðstöðvar Advania
Við viljum vera besti vinnustaður landsins og hlúa vel að starfsfólki okkar. Vinnuaðstaðan í höfuðstöðvum Advania í Guðrúnartúni hefur mótast af óskum starfsfólks og í takt við fyrirtækjamenninguna.
Þar er fyrsta flokks mötuneyti, fullbúinn líkamsræktarsalur og búningsaðstaða, fyrirmyndar aðstaða fyrir hjólandi fólk ásamt líflegu kaffihúsi sem Advania rekur í samstarfi við Te og kaffi.

Vinnuaðstaðan
Hjá Advania eru opin vinnurými þar sem teymi sitja saman. Þar eru einnig sérstök einbeitingarými þar sem hægt er að vinna í góðu hljóði og næði.
Starfsfólk fær til umráða fyrsta flokks tölvubúnað frá DELL og öll aðstaða er búin nýjustu tækni.





Advania hvetur starfsfólk sitt til að nýta aðra ferðamáta en einkabíl til vinnu og veitir veglega samgöngustyrki til þeirra sem kjósa að gera það.