Vinnuaðstaðan

Við hjá Advania viljum ráða til okkar metnaðarfullt og skemmtilegt starfsfólk. Við bjóðum fjölbreytt verkefni og gott vinnuumhverfi. Endilega sendu okkur umsókn ef þú vilt slást í hópinn. 

Höfuðstöðvar Advania

Við viljum vera besti vinnustaður landsins og hlúa vel að starfsfólki okkar. Vinnuaðstaðan í höfuðstöðvum Advania í Guðrúnartúni hefur mótast af óskum starfsfólks og í takt við fyrirtækjamenninguna.

Þar er fyrsta flokks mötuneyti, fullbúinn líkamsræktarsalur og búningsaðstaða, fyrirmyndar aðstaða fyrir hjólandi fólk ásamt líflegu kaffihúsi sem Advania rekur í samstarfi við Te og kaffi.

Mynd af höfuðstöð Advania
Frá höfuðstöðvum Advania er útsýni yfir Reykjavík og Faxaflóa.
Mynd af höfuðstöð Advania

Vinnuaðstaðan

Hjá Advania eru opin vinnurými þar sem teymi sitja saman. Þar eru einnig sérstök einbeitingarými þar sem hægt er að vinna í góðu hljóði og næði.

Starfsfólk fær til umráða fyrsta flokks tölvubúnað frá DELL og öll aðstaða er búin nýjustu tækni.

 

Mynd af höfuðstöð Advania
Mötuneyti
Úrvalslið matreiðslufólks starfar í mötuneyti Advania og reiðir fram fjölbreyttan og góðan mat á hverjum degi.

Allur matur er eldaður frá grunni og er niðurgreiddur af fyrirtækinu. Mötuneytið á stóran þátt í starfsánægju Advania-fólks.

Ferskir ávextir og grænmeti eru í boði fyrir starfsfólk allan sólarhringinn alla daga vikunnar. Á virkum dögum er boðið uppá hafragraut og lýsi í morgunmat.
Motuneytis mynd
Motuneytis mynd
Motuneytis mynd
Motuneytis mynd

Advania hvetur starfsfólk sitt til að nýta aðra ferðamáta en einkabíl til vinnu og veitir veglega samgöngustyrki til þeirra sem kjósa að gera það.

Líkamsrækt
Fullbúinn líkamsræktarsalur er til frjálsra afnota fyrir starfsfólk alla daga vikunnar. Í salnum er allt til alls fyrir alhliða líkamsrækt. Þar eru þrektæki, fjölbreytt lóð og rekkar fyrir styrktarþjálfun, boxpúði og dýnur fyrir teygjur og jóga.
Búningsaðstaða
Búningsklefar eru í kjallara hússins með læstum skápum og sturtuaðstöðu. Í klefunum er snyrtiaðstaða með hárblásurum, sléttujárnum og förðunarspeglum. Fyrir þá sem koma gangandi eða hjólandi til vinnu eru upphitaðir þurrkskápar fyrir útiföt. 
Hjólaaðgengi
Advania hlaut toppeinkunn frá hjólavottun.is fyrir að vera hjólavænn vinnustaður með fyrirmyndar aðstöðu. Í Guðrúnartúni er rúmgóð og upphituð hjólageymsla þar sem hægt er að geyma og gera við hjól. Hjólreiðafólk getur nýtt búningsaðstöðu í kjallara hússins.
Farartæki
Advania hefur til ráðstöfunar umhverfisvæna bíla og rafmagnshjól sem starfsfólk getur nýtt til að sinna vinnutengdum erindum.
Starfsmannarými
Í starfsmannarými Advania er pool-borð, fússball-borð og sófakrókur með sjónvarpi og leikjatölvu. Þar er líka barnahorn með leikföngum og hljóðfærum.  

Viltu slást í hópinn?