Laus störf

Við hjá Advania viljum ráða til okkar metnaðarfullt og fært starfsfólk. Við bjóðum áhugaverð verkefni og frábæran vinnuanda. Endilega sendu okkur umsókn ef þú vilt slást í hópinn. 

Salesforce sérfræðingur

Hefur þú þekkingu og reynslu af því að vinna í Salesforce? Þá erum við að leita að þér!

Hugbúnaðarlausnir Advania leita að hugbúnaðarsérfræðing til að starfa við ráðgjöf og forritun í Salesforce og tengdum lausnum.

Starfssvið

Ráðgjöf, uppsetning, aðlögun, forritun og hugbúnaðarþróun í Salesforce umhverfinu hjá viðskiptavinum Advania. Nauðsynlegt er að umsækjandinn hafi reynslu af forritun og þróun á Salesforce umhverfinu.

Starfsumhverfi

Salesforce hópur Advania starfar með mörgum af stærstu fyrirtækjum landsins við uppsetningu, aðlögun og ráðgjöf á viðskiptaferlum og stafrænum umbótum. Við bjóðum upp á fjölbreytt og spennandi verkefni sem snerta á helstu og mikilvægustu viðskiptaferlunum hjá mörgum af stærstu og þekktustu fyrirtækjum landsins.

Þekking og reynsla

 • Menntun á sviði tölvunarfræði, hugbúnaðarverkfræði, viðskiptafræði m. tölvunarfræði sem aukagrein eða reynsla sem nýtist í starfi
 • Reynsla af ráðgjöf, forritun, hugbúnaðargerð og aðlögun viðskiptaferla er kostur.
 • Þekking og reynsla af forritun og þróun á Salesforce umhverfinu er krafa.
 • Þekking og reynsla á Apex, SOQL, Visualforce og Lightning Components er krafa.
 • Þekking og reynsla á Salesforce DX, Field Service, CPQ, Experience Cloud er kostur.
 • Ein eða fleirri vottanir á Salesforce umhverfið er kostur.
 • Frumkvæði, sjálfstæði í vinnubrögðum og færni í teymisvinnu.
 • Góð yfirsýn og geta til að vinna undir álagi
 • Þjónustulund og góð samskiptahæfni

Vinnustaður

Vinnustaðurinn er fjölskylduvænn, lifandi og skemmtilegur. Áherslan á að vera einn besti vinnustaður landsins kemur best fram í vinnustaðagreiningum sem hafa sýnt mikla ánægju starfsfólks um árabil. Advania hefur markað sér fjarvinnustefnu og stendur starfsfólki til boða að vinna að hluta til í fjarvinnu. Í höfuðstöðvum okkar í Guðrúnartúni er svo boðið upp á mat í glæsilegu mötuneyti, góða líkamsræktaraðstöðu og leikherbergi - bæði fyrir starfsfólk og stuttfætta gesti.

Advania hefur markað sér bæði jafnréttisstefnu og sjálfbærnistefnu. Við leggjum mikla áherslu á fjölbreytileika og jafnrétti og hlaut Advania jafnlaunavottun árið 2018 fyrst íslenskra upplýsingatæknifyrirtækja. Einnig fylgjumst við grannt með okkar kolefnisspori, aðfangakeðju og áhrifum okkar á samfélagið og setjum okkur háleit markmið um úrbætur.

Ef þú leitar að spennandi verkefnum, góðu vinnuumhverfi og hressu samstarfsfólki, þá finnurðu það hjá okkur. Gildi Advania eru snerpa, ástríða og hæfni.

Ferli ráðninga

 1. Tekið á móti umsóknum
 2. Yfirferð umsókna
 3. Boðað í fyrstu viðtöl
 4. Boðað í seinni viðtöl
 5. Verkefni eða próf lögð fyrir ef við á
 6. Öflun umsagna / meðmæla
 7. Ákvörðun um ráðningu
 8. Öllum umsóknum svarað

Starfsmenn mannauðssviðs ásamt forstöðumanni, framkvæmdastjóra og deildarstjóra þess sviðs sem starfið tilheyrir hafa aðgang að þeim umsóknum sem berast. Farið er með allar umsóknir sem trúnaðarmál.

Ekki er um eiginlegan umsóknarfrest að ræða heldur verður ráðið í stöðuna þegar að réttur aðili finnst. 

Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar veitir Stefán Már Melstað, Deildarstjóri Ferla og greind, stefan.mar.melstad@advania.is, S: 866-0558

Sækja um
Verkefnastjóri á hugbúnaðarlausnasviði

Vegna aukinna verkefna leitum við að kraftmikilli, úrræðagóðri og metnaðarfullri manneskju í starf verkefnastjóra. Við bjóðum uppá spennandi og gott vinnuumhverfi með fjölbreyttum verkefnum og tækifærum.

Starfssvið

Verkefnastjóri sér um skipulagningu og stjórnun verkefna viðskiptavina hugbúnaðarlausna, miðlar stöðu og framvindu þeirra, ásamt því að annast gerð greininga og verkáætlana. Verkefnastjóri sinnir einnig samskiptum við viðskiptavini, tryggir afhendingu afurða og gæði þeirra.

Hugbúnaðarlausnir

Innan hugbúnaðarlausna starfa yfir 130 sérfræðingar við verkefni tengd stafrænni umbreytingu íslenskra fyrirtækja og stofnana. Við veitum framúrskarandi þjónustu sem er byggð á djúpri þekkingu og breiðu úrvali af viðurkenndum lausnum.

Þekking og reynsla

 • Háskólamenntun á sviði tölvunarfræði, hugbúnaðarverkfræði eða tengdum greinum
 • Reynsla af verkefnastýringu stærri hugbúnaðarverkefna
 • Skilningur á þörfum mismunandi atvinnugreina, viðskiptavina og notenda í tækni
 • Leiðtogafærni og teymishugsun
 • Skipulagsfærni og reynsla af forgangsröðun verkefna
 • Færni í mannlegum samskiptum og samningatækni
 • Meistaragráða í verkefnastýringu (MPM) eða IPMA / Scrum master vottun er kostur
 • Þekking á aðferðafræði hugbúnaðarþróunar

Vinnustaðurinn Advania

Vinnustaðurinn er fjölskylduvænn, lifandi og skemmtilegur. Áherslan á að vera einn besti vinnustaður landsins kemur best fram í vinnustaðagreiningum sem hafa sýnt mikla ánægju starfsfólks um árabil. Advania hefur markað sér fjarvinnustefnu og stendur starfsfólki til boða að vinna að hluta til í fjarvinnu. Í höfuðstöðvum okkar í Guðrúnartúni er svo boðið upp á mat í glæsilegu mötuneyti, góða líkamsræktaraðstöðu og leikherbergi, bæði fyrir starfsfólk og stuttfætta gesti.

Advania hefur markað sér bæði jafnréttisstefnu og sjálfbærnistefnu. Við leggjum mikla áherslu á fjölbreytileika og jafnrétti og hlaut Advania jafnlaunavottun árið 2018 fyrst íslenskra upplýsingatæknifyrirtækja. Einnig fylgjumst við grannt með kolefnisspori okkar, aðfangakeðju og áhrifum okkar á samfélagið og setjum okkur háleit markmið um úrbætur.

Ef þú leitar að spennandi verkefnum, góðu vinnuumhverfi og hressu samstarfsfólki, þá finnurðu það hjá okkur.

Ferli ráðninga

 1. Tekið á móti umsóknum til 8. desember 2021
 2. Yfirferð umsókna
 3. Boðað í fyrstu viðtöl
 4. Boðað í seinni viðtöl
 5. Verkefni eða próf lögð fyrir ef við á
 6. Öflun umsagna / meðmæla
 7. Ákvörðun um ráðningu
 8. Öllum umsóknum svarað

Starfsfólk mannauðssviðs ásamt forstöðumanni og framkvæmdastjóra þess sviðs sem starfið tilheyrir hafa aðgang að þeim umsóknum sem berast. Farið er með allar umsóknir sem trúnaðarmál.

Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar veitir Sigrún Ámundadóttir, framkvæmdastjóri hugbúnaðarlausna, sigrun.amundadottir@advania.is / 440-9000

Sækja um
Sérfræðingur netkerfa í víðnetum og staðarnetum (Enterprise)

Óskum eftir að ráða kraftmikinn og metnaðarfullan einstakling sem hefur brennandi áhuga á upplýsingatækni með sérstakan áhuga á víðnetum og staðarnetum. Ef þú vilt starfa á líflegum vinnustað við hlið fagfólks í fremstu röð, þá ættirðu að lesa áfram.

Starfssvið

Starf sérfræðings í netkerfum felst í að vinna með og læra af okkar sérfræðingum. Vinna tengist verkefnavinnu í ráðgjöf, hönnun, greiningu og uppsetningu á víðnetum og staðarnetum auk þess að aðstoða við rekstur og bilanagreiningu eftir þörfum.

Almennar hæfniskröfur

 • Frumkvæði og skipulögð vinnubrögð
 • Jákvæðni, þjónustulund og hæfni í mannlegum samskiptum

Þekking og reynsla

 • Tveggja ára reynsla af sambærilegu starfi
 • Cisco CCIE gráða skilyrði
 • Þekking og reynsla á Cisco, Dell, Unifi og Fortinet búnaði kostur
 • Þekking og reynsla á enterprise LAN & WAN umhverfum og lausnum er nauðsynleg
 • Þekking á SDWAN (sjálfvirknivæðingu) og next-gen lausnum kostur
 • Þekking og reynsla af Linux (CentOS, Red Hat) kostur

Vinnustaðurinn Advania

Vinnustaðurinn er fjölskylduvænn, lifandi og skemmtilegur. Áherslan á að vera einn besti vinnustaður landsins kemur best fram í vinnustaðagreiningum sem hafa sýnt mikla ánægju starfsfólks um árabil. Advania hefur markað sér fjarvinnustefnu og stendur starfsfólki til boða að vinna að hluta til í fjarvinnu. Í höfuðstöðvum okkar í Guðrúnartúni er svo boðið upp á mat í glæsilegu mötuneyti, góða líkamsræktaraðstöðu og leikherbergi - bæði fyrir starfsfólk og stuttfætta gesti.

Advania hefur markað sér bæði jafnréttisstefnu og sjálfbærnistefnu. Við leggjum mikla áherslu á fjölbreytileika og jafnrétti og hlaut Advania jafnlaunavottun árið 2018 fyrst íslenskra upplýsingatæknifyrirtækja. Einnig fylgjumst við grannt með okkar kolefnisspori, aðfangakeðju og áhrifum okkar á samfélagið og setjum okkur háleit markmið um úrbætur.

Ef þú leitar að spennandi verkefnum, góðu vinnuumhverfi og hressu samstarfsfólki, þá finnurðu það hjá okkur. Gildi Advania eru snerpa, ástríða og hæfni.

Ferli umsóknar

 1. Tekið á móti umsóknum til 14. desember 2021
 2. Yfirferð umsókna
 3. Boðað í fyrstu viðtöl
 4. Boðað í seinni viðtöl
 5. Verkefni eða próf lögð fyrir ef við á
 6. Öflun umsagna / meðmæla
 7. Ákvörðun um ráðningu
 8. Öllum umsóknum svarað

Starfsmenn mannauðssviðs ásamt deildarstjóra, forstöðumanni og framkvæmdastjóra þess sviðs sem starfið tilheyrir hafa aðgang að þeim umsóknum sem berast. Farið er með allar umsóknir sem trúnaðarmál.

Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar veitir María Hólmfríður Marinósdóttir, sérfræðingur í mannauðsmálum, mariam@advania.is / s. 440 9000

Sækja um
Sérfræðingur í samskipta- og fjarfundarlausnum

Rekstrarlausnasvið Advania leitar að metnaðarfullum einstaklingum sem hafa brennandi áhuga og metnað fyrir því að sinna rekstrarverkefnum og ráðgjöf á sviði samskipta- og fjarfundalausna. Tækifæri til þess að bætast í hóp færustu sérfræðinga landsins á umræddu sviði, en innan rekstrarlausnasviðs starfa rúmlega 200 manns við rekstur, þjónustu og ráðgjöf við allt sem viðkemur tölvukerfum fyrirtækja og stofnana.

Þekking og reynsla

 • Haldgóð þekking og reynsla af ráðgjöf/rekstri í upplýsingatækni
 • Brennandi áhugi á sviði samskiptalausna
 • Iðnréttindi á sviði rafvirkjunar er kostur
 • Þekking á Voip tækni er kostur
 • Reynsla af vinnu við samskiptakerfi Microsoft (Teams) og/eða Cisco (Webex) er kostur
 • Reynsla af vinnu við uppsetningu og reksturs á fjarfundalausnum er kostur
 • Krafist er frumkvæðis og skipulagðra vinnubragða
 • Þjónustulund og framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum
 • Góð íslensku- og enskukunnátta

Vinnustaðurinn Advania

Vinnustaðurinn er fjölskylduvænn, lifandi og skemmtilegur. Áherslan á að vera einn besti vinnustaður landsins kemur best fram í vinnustaðagreiningum sem hafa sýnt mikla ánægju starfsfólks um árabil. Advania hefur markað sér fjarvinnustefnu og stendur starfsfólki til boða að vinna að hluta til í fjarvinnu.

Advania hefur markað sér bæði jafnréttisstefnu og sjálfbærnistefnu. Við leggjum mikla áherslu á fjölbreytileika og jafnrétti og hlaut Advania jafnlaunavottun árið 2018 fyrst íslenskra upplýsingatæknifyrirtækja. Einnig fylgjumst við grannt með okkar kolefnisspori, aðfangakeðju og áhrifum okkar á samfélagið og setjum okkur háleit markmið um úrbætur.

Ef þú leitar að spennandi verkefnum, góðu vinnuumhverfi og hressu samstarfsfólki, þá finnurðu það hjá okkur. Gildi Advania eru snerpa, ástríða og hæfni.

Ferli ráðninga

 1. Tekið á móti umsóknum til 3. desember 2021
 2. Yfirferð umsókna
 3. Boðað í fyrstu viðtöl
 4. Boðað í seinni viðtöl
 5. Verkefni eða próf lögð fyrir ef við á
 6. Öflun umsagna / meðmæla
 7. Ákvörðun um ráðningu
 8. Öllum umsóknum svarað

Starfsmenn mannauðssviðs ásamt deildarstjóra, forstöðumanni og framkvæmdastjóra þess sviðs sem starfið tilheyrir hafa aðgang að þeim umsóknum sem berast. Farið er með allar umsóknir sem trúnaðarmál.

Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar veitir María Hólmfríður Marinósdóttir, sérfræðingur í mannauðsmálum, mariam@advania.is / s. 440 9000.

Sækja um
Sérfræðingur í sjálfvirknivæðingu og rekstri

Hefur þú brennandi áhuga á verslunarháttum framtíðarinnar? Viltu taka þátt í að móta sjálfvirknivæðingu í verslunargeiranum og nútímavæða dagleg störf verslunarfólks?

Advania sér um hundruði afgreiðslutækja hjá viðskiptavinum um allt land þar sem áreiðanleiki og góð þjónusta skiptir öllu máli.

Við leitum nú að öflugum einstakling til að taka þátt í að auka sjálfvirkni í rekstri afgreiðslulausna og stuðla að öruggari og hagkvæmari rekstri. 

Starfslýsing

Starfið felur í sér að þróa vöktun og sjálfvirkt viðbragð við atvikum í rekstri með það að markmiði að auka uppitíma og hagkvæmni. Við leitum að manneskju sem getur unnið sjálfstætt og komið auga á tækifæri til umbóta. Í starfinu er unnið með deildarstjóra í að innleiða breytt verklag og sjálfvirkni. Um er að ræða spennandi og fjölbreytt verkefni og fjölmörg tækifæri til að vaxa í starfi.

Þekking og reynsla

 • Mjög góð almenn tölvukunnátta og þekking á Microsoft Windows stýrikerfum
 • Reynsla af rekstri tölvu- eða afgreiðslukerfa
 • Reynsla af forritun og gerð scripta, t.d. í PowerShell
 • Þekking og reynsla af vöktun tölvukerfa og sjálfvirkni á rekstri er mikill kostur
 • Gagnadrifin hugsun og greiningarhæfni
 • Reynsla úr smásöluumhverfi er stór kostur
 • Færni í mannlegum samskiptum og sjálfstæð vinnubrögð
 • Menntun sem nýtist í starfi

Vinnustaðurinn Advania

Vinnustaðurinn er fjölskylduvænn, lifandi og skemmtilegur. Áherslan á að vera einn besti vinnustaður landsins kemur best fram í vinnustaðagreiningum sem hafa sýnt mikla ánægju starfsfólks um árabil. Advania hefur markað sér fjarvinnustefnu og stendur starfsfólki til boða að vinna að hluta til í fjarvinnu.

Advania hefur markað sér bæði jafnréttisstefnu og sjálfbærnistefnu. Við leggjum mikla áherslu á fjölbreytileika og jafnrétti og hlaut Advania jafnlaunavottun árið 2018 fyrst íslenskra upplýsingatæknifyrirtækja. Einnig fylgjumst við grannt með okkar kolefnisspori, aðfangakeðju og áhrifum okkar á samfélagið og setjum okkur háleit markmið um úrbætur.

Ef þú leitar að spennandi verkefnum, góðu vinnuumhverfi og hressu samstarfsfólki, þá finnurðu það hjá okkur. Gildi Advania eru snerpa, ástríða og hæfni.

Ferli ráðninga

 • Tekið á móti umsóknum til 3.12.2021
 • Yfirferð umsókna
 • Boðað í fyrstu viðtöl
 • Boðað í seinni viðtöl
 • Verkefni eða próf lögð fyrir ef við á
 • Öflun umsagna / meðmæla
 • Ákvörðun um ráðningu
 • Öllum umsóknum svarað

Starfsmenn mannauðssviðs ásamt deildarstjóra, forstöðumanni og framkvæmdastjóra þess sviðs sem starfið tilheyrir hafa aðgang að þeim umsóknum sem berast. Farið er með allar umsóknir sem trúnaðarmál.

Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar veitir Daði Snær Skúlason, forstöðumaður afgreiðslulausna, dadi.snaer.skulason@advania.is / 846-8790

Sækja um
Hugbúnaðarsérfræðingur í rafrænni stjórnsýslu

Advania leitar eftir metnaðarfullum hugbúnaðarsérfræðingi til starfa í Rafræna stjórnsýslu, innan hugbúnaðarlausna Advania.

Rafræn stjórnsýsla er hópur sem sérhæfir sig í ráðgjöf og þróun á lausnum sem tengjast stjórnsýslunni. Verkefnin eru að ýmsum toga en markmið lausnanna er að nýta tæknina til þess að styðja við ferla viðskiptavina með snjöllum hætti.

Hugbúnaðarlausnir

Innan hugbúnaðarlausna starfa yfir 130 sérfræðingar við ráðgjöf, þjónustu og lausnir fyrir fyrirtæki og opinberar stofnanir. Lausnaframboðið er helst á sviði samþættinga- og ferlalausna, hraðþróunarlausna (Outsystems), banka- og afgreiðslulausna ásamt ýmissa sérlausna fyrir viðskiptavini.

Starfssvið

 • Samskipti við hagsmunaaðila.
 • Greining, hönnun og útfærsla á hugbúnaði.
 • Teymisvinna.

Hæfniskröfur

 • Menntun á sviði tölvunarfræði eða hugbúnaðarverkfræði.
 • Að minnsta kosti 3 ára reynsla í hugbúnaðargerð.
 • Reynsla af þróun í .NET C#, Javascript, HTML, CSS, SQL
 • Þekking og reynsla af þróun í React er kostur.
 • Reynsla af Scrum/Agile
 • Góð samskipta- og greiningarfærni
 • Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum

Vinnustaðurinn Advania

Vinnustaðurinn er fjölskylduvænn, lifandi og skemmtilegur. Áherslan á að vera einn besti vinnustaður landsins kemur best fram í vinnustaðagreiningum sem hafa sýnt mikla ánægju starfsfólks um árabil. Advania hefur markað sér fjarvinnustefnu og stendur starfsfólki til boða að vinna að hluta til í fjarvinnu. Í höfuðstöðvum okkar í Guðrúnartúni er svo boðið upp á mat í glæsilegu mötuneyti, góða líkamsræktaraðstöðu og leikherbergi, bæði fyrir starfsfólk og stuttfætta gesti.

Advania hefur markað sér bæði jafnréttisstefnu og sjálfbærnistefnu. Við leggjum mikla áherslu á fjölbreytileika og jafnrétti og hlaut Advania jafnlaunavottun árið 2018 fyrst íslenskra upplýsingatæknifyrirtækja. Einnig fylgjumst við grannt með kolefnisspori okkar, aðfangakeðju og áhrifum okkar á samfélagið og setjum okkur háleit markmið um úrbætur.

Ef þú leitar að spennandi verkefnum, góðu vinnuumhverfi og hressu samstarfsfólki, þá finnurðu það hjá okkur.

Ferli ráðninga

1. Tekið á móti umsóknum til 1. desember 2021

2. Yfirferð umsókna

3. Boðað í fyrstu viðtöl

4. Boðað í seinni viðtöl

5. Verkefni eða próf lögð fyrir ef við á

6. Öflun umsagna / meðmæla

7. Ákvörðun um ráðningu

8. Öllum umsóknum svarað

Starfsfólk mannauðssviðs ásamt deildarstjóra, forstöðumanni og framkvæmdastjóra þess sviðs sem starfið tilheyrir, hefur aðgang að umsóknum sem berast. Farið er með allar umsóknir sem trúnaðarmál.

Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar veitir Baldvin Þór Svavarsson, forstöðumaður rafrænnar stjórnsýslu, baldvin.thor.svavarsson@advania.is / 440 9000

Sækja um
Almenn umsókn um starf í kerfis- og netrekstri

Við leitum reglulega að kraftmiklu og metnaðarfullu starfsfólki sem hefur brennandi áhuga á kerfisstjórnun, netrekstri eða upplýsingatækni almennt. Ef þú ert mjög tæknisinnaður einstaklingur, búinn með nám í kerfisstjórnun, netrekstri eða jafnvel með vottaða tækniþekkingu þá hvetjum við þig til að sækja um!

Menntunar- og hæfniskröfur
Þegar kemur að kerfis- og netrekstri leitum við fyrst og fremst að einstaklingum með brennandi áhuga á upplýsingatækni, kerfisstjórnun og/eða netrekstri. Kostur er ef viðkomandi hefur lokið námi eða námskeiðum á þessu sviði og enn fremur ef viðkomandi er með vottaða þekkingu.

Aðrar upplýsingar
Advania er alhliða þjónustufyrirtæki í upplýsingatækni. Lausnir fyrirtækisins svara þörfum tugþúsunda viðskiptavina í atvinnulífinu. Advania er fjölskylduvænn vinnustaður og er vinnutíminn sveigjanlegur. Virk jafnréttisstefna og samgöngustefna er hjá fyrirtækinu og boðið er upp á góða líkamsræktaraðstöðu og leikherbergi í höfuðstöðvum fyrirtækisins við Guðrúnartún. Ef þú leitar að spennandi verkefnum, góðu vinnuumhverfi og hressum vinnufélögum, þá finnurðu það hjá okkur. Við viljum nefnilega vera besti vinnustaður landsins!

Ferli ráðninga
Við skoðum allar umsóknir og verðum í sambandi við þá umsækjendur sem koma til greina í þau störf sem í boði eru hverju sinni. Allir forstöðumenn sviða sem sjá um kerfis- og netrekstur hafa aðgang að almennum umsóknum um störf á því sviði og mega umsækjendur eiga von á að mannauðssvið jafnt og forstöðumenn hafi samband vegna umsókna þeirra.

Almennum umsóknum er ekki svarað sérstaklega en umsækjendum er frjálst að minna á sig með tölvupósti á netfangið atvinna@advania.is. Almennar umsóknir eru í gildi í sex mánuði frá umsóknardegi og hvetjum við umsækjendur til að sækja aftur um ef þeir hafa ekki heyrt frá okkur að sex mánuðum liðnum.

Sækja um
Almenn umsókn um starf í hugbúnaðarþróun

Við leitum reglulega að kraftmiklu og metnaðarfullu starfsfólki sem hefur brennandi áhuga á forritun og hugbúnaðarþróun. Ef þú ert með bakgrunn í tölvunarfræði, hugbúnaðarverkfræði eða góða færni í forritun og vilt starfa á líflegum vinnustað við hlið fagfólks í fremstu röð, þá hvetjum við þig til að sækja um!

Menntunar- og hæfniskröfur

Þegar kemur að hugbúnaðarþróun leitum við að einstaklingum með háskólamenntun í tölvunarfræði, hugbúnaðarverkfræði, stærðfræði eða öðrum tengdum greinum.

Aðrar upplýsingar

Advania er alhliða þjónustufyrirtæki í upplýsingatækni. Lausnir fyrirtækisins svara þörfum tugþúsunda viðskiptavina í atvinnulífinu. Advania er fjölskylduvænn vinnustaður og er vinnutíminn sveigjanlegur. Virk jafnréttisstefna og samgöngustefna er hjá fyrirtækinu og boðið er upp á góða líkamsræktaraðstöðu og leikherbergi í höfuðstöðvum fyrirtækisins við Guðrúnartún. Ef þú leitar að spennandi verkefnum, góðu vinnuumhverfi og hressum vinnufélögum, þá finnurðu það hjá okkur. Við viljum nefnilega vera besti vinnustaður landsins!

Ferli ráðninga

Við skoðum allar umsóknir og verðum í sambandi við þá umsækjendur sem koma til greina í þau störf sem í boði eru hverju sinni. Allir forstöðumenn sviða sem sjá um hugbúnaðarþróun hafa aðgang að almennum umsóknum um störf á því sviði og mega umsækjendur eiga von á að mannauðssvið jafnt og forstöðumenn hafi samband vegna umsókna þeirra.

Almennum umsóknum er ekki svarað sérstaklega en umsækjendum er frjálst að minna á sig með tölvupósti á netfangið atvinna@advania.is. Almennar umsóknir eru í gildi í sex mánuði frá umsóknardegi og hvetjum við umsækjendur til að sækja aftur um ef þeir hafa ekki heyrt frá okkur að sex mánuðum liðnum.

Nánari upplýsingar veita sérfræðingar mannauðssviðs, atvinna@advania.is

Sækja um
Almenn umsókn um önnur störf

Hjá Advania leggjum við áherslu á að ráða til okkar metnaðarfullt, framtakssamt og skemmtilegt starfsfólk. Við bjóðum vinnuaðstöðu eins og hún gerist best, áhugaverð verkefni og frábæran vinnuanda. Endilega sendu okkur umsókn ef þú vilt slást í hópinn.

Vinsamlega athugaðu að þú getur einnig sent inn almenna umsókn um starf í hugbúnaðarþróun eða kerfis- og netrekstri.

Aðrar upplýsingar

Advania er alhliða þjónustufyrirtæki í upplýsingatækni. Lausnir fyrirtækisins svara þörfum tugþúsunda viðskiptavina í atvinnulífinu. Advania er fjölskylduvænn vinnustaður og er vinnutíminn sveigjanlegur. Virk jafnréttisstefna og samgöngustefna er hjá fyrirtækinu og boðið er upp á góða líkamsræktaraðstöðu og leikherbergi í höfuðstöðvum fyrirtækisins við Guðrúnartún. Ef þú leitar að spennandi verkefnum, góðu vinnuumhverfi og hressum vinnufélögum, þá finnurðu það hjá okkur. Við viljum nefnilega vera besti vinnustaður landsins!

Ferli ráðninga

Við skoðum allar umsóknir og verðum í sambandi við þá umsækjendur sem koma til greina í þau störf sem í boði eru hverju sinni. Einungis starfsmenn mannauðssviðs hafa aðgang að almennum umsóknum.

Almennum umsóknum er ekki svarað sérstaklega en umsækjendum er frjálst að minna á sig með tölvupósti á netfangið atvinna@advania.is. Almennar umsóknir eru í gildi í sex mánuði frá umsóknardegi og hvetjum við umsækjendur til að sækja aftur um ef þeir hafa ekki heyrt frá okkur að sex mánuðum liðnum.

Nánari upplýsingar veita sérfræðingar mannauðssviðs, atvinna@advania.is

Sækja um