Að vinna hjá Advania

Við hjá Advania leggjum áherslu á að ráða til okkar metnaðarfullt og skemmtilegt starfsfólk. Við bjóðum spennandi verkefni og frábæran vinnuanda.

Ert þú að leita að okkur?


Mynd af höfuðstöð Advania

Starfsþróun

Hjá Advania starfar hæft og vel menntað fólk með ólíkan bakgrunn. Við teljum mikilvægt að starfsfólk hafi möguleika til að þróast og fái endurgjöf sem hjálpar því að vaxa í starfi. Fyrirtækið styður við endurmenntun starfsfólks með ýmsum hætti og er það hvatt til að viða að sér frekari þekkingu með því að sækja nám eða námskeið.

Innan fyrirtækisins er öflugt fræðslustarf um ýmislegt sem viðkemur upplýsingatækni. Ekki síst eru hvetjandi fyrirlestrar og námskeið til að stuðla að bættri andlegri og líkamlegri líðan starfsfólks. 

Hvað segir fólkið okkar?

 

Hae_Berglind.jpg
Hæ Guðni.jpg
Sussi-01-01.jpg
Eyrúndeilimynd.jpg
Nina_Birna_minni_2.jpg
Li_En_deili.jpg
Maria_deili_3.jpg
Jon_Gunnar_deili.png

Félagsskapurinn

Hjá Advania er öflugt félagslíf. Starfsmannafélagið er skipað framtakssömu fólki sem tekur þátt í að skapa góða stemningu innan fyrirtækisins.

Hjá Advania eru starfræktir fjölmargir klúbbar um ýmis áhugamál starfsfólks. Klúbbarnir standa fyrir fjölbreyttum viðburðum og fá fjárstuðning frá fyrirtækinu í hlutfalli við þátttöku starfsfólks.

Meðal klúbba Advania er skíðaklúbbur, spilaklúbbur, gönguklúbbur, prjónaklúbbur, Crossfit-klúbbur, hjólaklúbbur og tölvuleikjaklúbbur. Fjölmennastur er bjórklúbburinn sem meðal annars bruggar hágæða bjór fyrir nýársfögnuð fyrirtækisins.

Mynd af höfuðstöð Advania

Myndir úr fjörinu