Advania veitir viðskiptavinum áreiðanlega ráðgjöf og þjónustu. Við erum með lausnir á öllum sviðum upplýsingatækni og bjóðum ýmist stakar lausnir eða samþætta heildarþjónustu.

Starfsemin á Íslandi

Advania rekur átta starfsstöðvar vítt og breitt um landið en höfuðstöðvar fyrirtækisins eru í Guðrúnartúni 10 í Reykjavík.

Hjá Advania starfa yfir 600 sérfræðingar með margvíslegan bakgrunn og sérhæfingu á sviði upplýsingatækni.

Leita að starfsmanni
Mynd af höfuðstöð Advania
Mynd af höfuðstöð Advania

Hugmyndafræði Advania

 

Við gerum upplýsingatæknina mannlega.

Við ræktum langtímasamband við viðskiptavini okkar.

Við sköpum verðmæti fyrir viðskiptavini okkar með snjallri upplýsingatækni.

Stjórnendur og skipulag

Starfsemi Advania skiptist í sex svið; sérlausnir, rekstrarlausnir, viðskiptalausnir, hugbúnaðarlausnir, þjónustu- og markaðssvið, mannauð & ferla og fjármálasvið.

Sviðin eru leidd af framkvæmdastjórum fyrirtækisins, þeim Margréti Gunnlaugsdóttur, Sigurði Sæberg Þorsteinssyni, Sigrúnu Ámundadóttur, Heimi Fannari Gunnlaugssyni, Hinriki Sigurði Jóhannessyni og Jóni Brynjari Ólafssyni. 

Fyrir framkvæmdastjórninni fer Ægir Már Þórisson forstjóri Advania á Íslandi.


Mynd af höfuðstöð Advania
Mynd af höfuðstöð Advania

Alþjóðleg starfsemi

Advania á Íslandi er hluti af Advania-samstæðunni sem er meðal umsvifamestu upplýsingatæknifyrirtækja á Norðurlöndum. Advania-samstæðan er með 25 starfsstöðvar í Noregi, Svíþjóð, Danmörku, Finnlandi og Íslandi.

Mikael Noaksson er forstjóri Advania-samstæðunnar. Hjá henni starfa um 1200 sérfræðingar í upplýsingatækni. 

Hér er heimasíða Advania-samstæðunnar.

 

Saga Advania

Advania varð til í ársbyrjun 2012 með sameiningu nokkurra öflugra fyrirtækja í upplýsingatækni. Saga fyrirtækisins nær aftur til ársins 1939 þegar Einar J. Skúlason stofnaði viðgerðarþjónustu á skrifstofubúnaði í Reykjavík.

Síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar. Nú er Advania meðal umsvifamestu fyrirtækja í upplýsingatækni á Norðurlöndunum, með starfsemi á 25 stöðum í 5 löndum. 

Mynd af höfuðstöð Advania
Mynd af höfuðstöð Advania

Efni fyrir fjölmiðla

Hér má finna ýmis efni fyrir fjölmiðla, s.s. myndir, vörumerki auk nánari upplýsinga um tengiliði til að hafa samband við varðandi fyrirspurnir.

Fjölmiðlum er heimilt að nota efnið.

Samstarfsaðilar

Advania á í nánu samstarfi við fjölmörg alþjóðleg upplýsingatæknifyrirtæki.

Logo
Logo
Logo
Logo
Logo
Logo
Logo
Logo

Stefnur, vottanir, skilmálar

Advania logo

Starfsemi Advania er vottuð samkvæmt ISO 27001 sem er alþjóðlegur staðall um upplýsingaöryggi. 

Advania logo

Advania hefur hlotið Jafnlaunavottun. 

Mynd af höfuðstöð Advania