30.9.2021 | Fréttir

Kaupin á Visolit frágengin

advania colors line

Kaup Advania á norræna upplýsingatæknifyrirtækinu Visolit eru gengin í gegn.

Greint var frá því í ágúst að Advania hefði fest kaup á fyrirtækinu en viðskiptin voru háð samþykki eftirlitsyfirvalda. Kaupin og samruni fyrirtækjanna hafa nú verið samþykkt og hafa því eigendaskiptin átt sér stað.

Velta sam­einaðs fyr­ir­tæk­is verður um 9 millj­arðar sænskra króna, jafn­v­irði 13,4 millj­arða króna.

Með kaupum á Visolit tvöfaldast umsvif Advania.

Starfs­menn Visolit voru um 1.200 og störfuðu á 16 starfstöðvum í fjór­um lönd­um. Eftir sameiningu fyrirtækjanna verður sam­an­lagður fjöldi starfs­fólks Advania um 2.550.TIL BAKA Í EFNISVEITU