6.9.2021 | Blogg

Svona verður Haustráðstefna Advania skemmtilegri!

advania colors line

Dagskrá Haustráðstefnu Advania  hefur aldrei verið glæsilegri en yfir 40 fyrirlestrar verða fluttir dagana 9. – 10. september. Fyrirlestrarnir eiga það sameiginlegt að veita innblástur og innsýn í margvísleg tækifæri sem gefast með tækninni. 

Þar sem farið er að styttast í þessa stafrænu veislu, finnst okkur Braga Gunnlaugssyni og Magneu Gestrúnu Gestsdóttur, sérfræðingum í markaðsdeild Advania, tilvalið að renna yfir hagnýt ráð til að auka upplifun gesta. Á stafrænum ráðstefnum sem þessari þarf hvorki að hafa áhyggjur af bílastæðum né hvort skyrtan sé straujuð.  

Þó eru nokkur atriði sem við viljum benda á til að hámarka upplifunina:  

1. Settu saman þína dagskrá 

Við höfum opnað ráðstefnuvefinn og nú getur þú sett saman þína dagskrá. Til þess að skoða dagskrána þarftu að gefa upp sama netfang og þú notaðir við skráningu. Með því að stjörnumerkja fyrirlestur birtist hann undir „Mín dagskrá“. Þar má finna yfirlit yfir þá dagskrárliði sem þú hefur valið.  

 


Þú getur raðað saman því sem þér þykir áhugaverðast í dagskránni af þremur spennandi fyrirlestralínum: 

Aðaldagskrá verður í beinni útsendingu frá Reykjavík og Stokkhólmi. Þar verða áhugaverðar reynslusögur á íslensku, ensku og sænsku sem snúa meðal annars að nýsköpun, öryggi, sjálfbærni og gervigreind.  

Samhliða aðaldagskrá verður hliðardagskrá í beinni útsendingu. Þar segja framsæknir samstarfsaðilar Advania frá því hvernig tækla megi áskoranir með tæknilausnum. Eins og í fyrra verða upptökur af öllum fyrirlestrum aðgengilegar á vefnum strax. Ráðstefnugestir geta því horft á þá fyrirlestra sem vilja, þegar þeim hentar! 

 

Þú setur fyrirlestur á þína dagskrá með því að smella á gulu stjörnuna

 

2. Mættu tímanlega  

Mesta fjörið er auðvitað að fylgjast með fyrirlestrum í beinni útsendingu. Mættu á „svæðið“ tímanlega og kynntu þér stafrænan heim ráðstefnunnar. Gott er að skrá sig inn á vefinn 10 mínútum áður en fyrsti fyrirlestur hefst.  

 

3. Njóttu hljómgæðanna 

Við mælum með því að þú notir heyrnartól eða góða hátalara. Þá verður upplifunin eins og best verður á kosið. 

 

4. Stærri skjár, betri upplifun 

Ráðstefnuvefurinn er hannaður með allar gerðir af snjalltækjum í huga. Það er því hægt að njóta Haustráðstefnu Advania í símum og spjaldtölvum, en fyrir bestu upplifunina mælum við með að þú horfir í tölvu.  

 

5. Veldu vafra 

Það skiptir ekki máli hvaða vafri er valinn. Allar nýjustu útgáfur af Chrome, Firefox. Safari, Microsoft Edge virka vel.  

 

6. Gaman saman  

Tilvalið er að samstarfsfélagar komi saman og horfi á ráðstefnuna. Munum þó að virða fjarlægðarmörk og tryggja sóttvarnir. Svo hvetjum við vitaskuld alla til að deila gleðinni á samfélagsmiðlum undir merkinu #haustradstefna 7. Taktu þátt í umræðunni 

Þú getur sent inn athugasemdir og spurningar á meðan fyrirlestrum stendur í gegnum spurningakerfið Slido. Það verður sýnilegt við útsendingagluggann.  

Í ár ætlum við að bjóða upp á fjörugar umræður um vinnustaði framtíðarinnar í sérstöku spjallherbergi á ráðstefnuvefnum. Spjallið leiða þau Kathryn frá Geko, Guðríður vörustjóri í mannauðslausnum Advania og Kristján frá 50skills. Þar gefst þátttakendum kostur á fá sér sæti við umræðuborðið eða fylgjast með á áhorfendapöllunum.   

 

Við hlökkum til að sjá þig á Haustráðstefnu Advania 2021.

Endilega skráðu þig til leiks í einum grænum, það kostar ekkert að fylgjast með og taka þátt.   

 

 

TIL BAKA Í EFNISVEITU