RVX framleiðir ótrúlegar tæknibrellur í gagnaverum á Íslandi
Sýndarveruleikastúdíóið RVX hefur gert samning við Advania um hýsingu í gagnaverum Advania á Íslandi, á ofurtölvubúnaði (HPC) félagsins. Lausnirnar notar RVX við framleiðslu á tækni- og myndbrellum fyrir kvikmyndir, sjónvarpsþætti, leiki og sýndarveruleika. RVX hefur unnið slík verkefni fyrir fjölda þekktra stórmynda á borð við Everest, Gravity, Tinker Tailor Soldier Spy, 2 Guns, Contraband og Australia en fyrirtækið vann einnig að sýndarveruleikaupplifuninni Everest VR.
14.3.2017
Fréttir