Eftirfarandi skilmálar gilda við kaup á þjónustu Velkomin.is

Almenn ákvæði

 • Með kaupum á þjónustu á Velkomin.is staðfestir kaupandi samþykki sitt gagnvart skilmálum þessum og skuldbindur sig til að hlíta þeim í hvívetna.
 • Skilmálar þessir gilda meðan hugbúnaðurinn er í notkun hjá verkkaupa.
 • Fyrirtækið Advania ehf. er hér skilgreint sem Advania eða seljandi, en sú kennitala sem kaupir þjónustu Velkomin.is er skilgreind sem kaupandi eða notandi. Ef einstaklingur kaupir þjónustu fyrir hönd fyrirtækis eða annars lögaðila þá er kennitala fyrirtækisins skilgreind sem kaupandi. Allar skyldur kaupanda/notanda eiga þá við með sama hætti um þá starfsmenn eða fulltrúa lögaðilans sem nýta þjónustuna.
 • Ábendingum og/eða kvörtunum er hægt að koma áleiðis um vefsíðu Velkomin.is undir hnappnum Ábendingar lengst til vinstri á öllum síðum vefjarins.

Gildistími og uppsagnarákvæði

 • Samningur milli kaupanda og seljanda gildir frá og með kaupdegi og er ótímabundinn.
 • Uppsagnarfrestur er 3 mánuðir frá næstu mánaðarmótum eftir að uppsögn berst. Uppsögn skal berast skriflega á netfangið velkomin@velkomin.is
 • Framsal vegna aðilaskipta (skipt um kennitölu) er óheimilt og ef til kemur þörf kaupanda á aðilaskiptum skal hafa samband við Advania og til gæti fallið aukakostnaður.

Mánaðarleg gjöld

 • Mánaðarleg áskriftar- og þjónustugjöld eru gjaldfærð um hver mánaðarmót. Mánaðargjaldið er uppfært árlega skv. breytingum á vísitölu neysluverðs útgefinni af Hagstofu Íslands og tekur sú breyting gildi 1. janúar ár hvert. Athugasemdir við reikninga skulu berast eigi síðar en 14 dögum eftir bókunardag, að öðrum kosti telst reikningurinn samþykktur. 
 • Ef reikningar eru ekki greiddir á réttum tíma áskilur Advania sér rétt til að loka viðkomandi vefsvæði án fyrirvara og eyða gögnum svæðisins til frambúðar að 3 mánuðum liðnum. Hið sama gildir ef skilmálum þeim sem hér eru tilgreindir er ekki fylgt.

Þjónusta

 • Þjónusta fer fram um 900 númer, sem er gjaldfært samkvæmt gjaldskrá Advania á mínútugjaldi, frá klukkan 09:00 - 16:00 virka daga. Ef kaupandi óskar eftir þjónustu beint frá starfsmönnum Advania, þá er hún gjaldfærð skv. gildandi gjaldskrá Advania hverju sinni, að lágmarki hálftími í hvert sinn. 

Réttindi

 • Advania á öll bein og óbein eignarréttindi hverju nafni sem nefnast, sem tengjast hugbúnaðinum, hvort sem um er að ræða eignar-, sölu-, og/eða höfundarrétt og hvers kyns önnur réttindi á sviði hugverka- og auðkennaréttar, hvort sem um er að ræða vörumerkjarétt, hönnunarrétt, einkaleyfisrétt eða önnur réttindi, sem nú eða síðar kanna að verða mælt fyrir um í íslenskum, erlendum eða alþjóðlegum lögum, samningum, reglum eða venju. Framsal þessara réttinda er einungis í höndum Advania.
 • Öll hönnun sniðmáta og útlits er ennfremur höfundarréttarvarin og eign Advania og hið sama á við um allt annað efni sem tengist þjónustunni, svo sem þjónustuvísar, kynningarefni og leiðbeiningar og framsetning hvers um sig.
 • Það er sérstaklega tekið fram að réttindi Advania skv. skilmálum þessum skal ekki túlka þröngt undir nokkrum kringumstæðum heldur ávalt með því markmiði að vernda höfundar- og hönnunarrétt félagsins sem best.

Ábyrgðir

 • Fjárhæð skaðabóta vegna hugsanlegs tjóns sem Advania eða starfsmenn þess kunna að valda kaupanda eða notanda þjónustu takmarkast ávallt við kaupverð hins selda eða þrefalda fjárhæð mánaðaráskriftar. 
 • Hvorki seljandi né kaupandi verða krafðir um bætur ef óviðráðanleg atvik (force majeure) sem hvorugum aðila verður um kennt svo sem styrjöld, eldsvoði, náttúruhamfarir, verkföll, verkbönn eða annað þess háttar koma í veg fyrir efndir samnings.
 • Seljandi ber ekki ábyrgð skv. samningi þessum á vanefnd sem verða kann vegna þess að kaupandi stendur ekki við skyldur sínar skv. samningi þessum, rangrar notkunar hugbúnaðarins miðað við lýsingu hans eða eðli, rangs umhverfis hans, gagnaefnis, búnaðar kaupanda eða ef einhver annar en seljandi, einhver er hann ber ábyrgð á, eða aðili sem seljandi samþykkir að á við umhverfi hins selda, það sjálft eða uppsetningu þess. Einnig fellur ábyrgð seljanda niður ef einhver annar aðili en seljandi bætir úr eða reynir að bæta úr göllum á hinu selda.
 • Advania ábyrgist ekki innihald vefsíðna, tölvupósts eða annarra gagna sem notendur vefja Velkomin.is setja inn eða vísa á, né neinu sem því tengist.
 • Kaupandi ber fulla ábyrgð á aðgerðum sem framkvæmdar eru með hans notandanafni og aðgangsorði hvort sem þær eru framkvæmdar af
  honum sjálfum eða öðrum og hvort sem það er með leyfi kaupanda eða ekki.
 • Misnotkun á aðgangsorði og/eða notandanafni kaupanda verður aldrei á ábyrgð Advania og skal kaupandi halda Advania skaðlausu af hvers kyns misnotkun, hverju nafni sem hún nefnist.
 • Seljandi ábyrgist ekki eiginleika eða gæði vörunnar eða hinnar seldu þjónustu umfram það sem sérstaklega er tekið fram í skilmálum þessum. 
   

Notkunarskilmálar

 • Með samningi þessum öðlast kaupandi einungis afnotarétt að hinu selda. Engin önnur eignarréttindi flytjast til kaupanda fyrir samning þennan eða á annan hátt. Kaupandi skuldbindur sig til að virða og vernda eignarréttindi og önnur réttindi seljanda að hinu selda.
 • Þjónustutími hjá Advania er alla virka daga, mánudaga til föstudaga frá kl. 09:00 til kl. 16:00. Ekki er veitt þjónusta utan þess tíma, nema sérstaklega sé um það samið. Ef veita þarf þjónustu utan þessa tíma þá telst slík þjónusta vera útkall og skrást þá minnst 4 tímar á verk.
 • Breytingar á keyptu vefsvæði sem ekki falla undir þær vörur sem boðið er upp á í tilgreindum viðbótarþjónustum á velkomin.is eru gjaldfærð samkvæmt gildandi gjaldskrá Advania hverju sinni.
 • Notandi fær notandanafn og lykilorð. Notandi ber ábyrgð á því að lykilorði sé ekki deilt með öðrum og ber því fulla ábyrgð á því sem þar er framkvæmt eftir innskráningu.
 • Notandi skal að öllu leyti virða þær umgengnisreglur sem settar eru notendum á internetinu og virða siðareglur.
 • Advania áskilur sér rétt til að senda viðskiptavinum póst, bréf og tölvupóst með tilkynningum er varða þjónustuna.
 • Advania er heimilt að birta auglýsendum tölfræðilegar upplýsingar er varða síðuna og tengda þjónustu og Advania áskilur sér einnig rétt til að nota slíkar upplýsingar til kynningar á þjónustunni. Hins vegar eru þessar upplýsingar aldrei birtar á þann hátt að hægt sé að auðkenna einstaka notendur.
 • Advania mun ekki undir neinum almennum kringumstæðum birta upplýsingar um einstaka notendur eða veita þriðja aðila upplýsingar um notendur, nema gegn dómsúrskurði.
 • Ef upp koma mál sem brjóta í bága við lög, t.d. brot á friðhelgi einkalífs eða meiðyrðamál, áskilur Advania sér fullan rétt til að gefa upp rétthafa á bakvið það lén/notandanafn/tölupóstfang sem um ræðir. Einnig áskilur Advania sér rétt til að veita yfirvöldum þær upplýsingar sem kunna að vera málinu viðkomandi.
 • Notkun, sem brýtur í bága við lög eða notkunarskilmála, getur haft bóta- og refsiábyrgð í för með sér.
 • Skilmálar þessir kunna að verða endurskoðaðir án fyrirvara gerist þess þörf vegna breytinga á þjónustuframboði eða viðskiptasýn. 
   

Riftun

 • Verði annar hvor aðilinn gjaldþrota, hætti hann rekstri eða vanræki alvarlega skyldur sínar samkvæmt samningi þessum skal litið svo á að ekki hafið verið staðið við samninginn og getur þá hinn aðilinn rift samningnum skriflega og verður þá viðkomandi vefsvæði lokað.

Réttarfar

 • Mál sem kunna að rísa vegna þessa samnings skal reka fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. Til gerðardómsmeðferðar þarf samþykki beggja aðila.

 

Ábendingar

Ábendingar

*Stjörnumerkta reiti þarf að fylla út.

HreinsaHætta við