Stafræn ráðstefnulausn

Með Velkomin er hægt að halda heimsklassa viðburði, ráðstefnur og kynningar á netinu.

Haust-Dagskrá.jpg

Sérsniðið að þínum viðburði

Hægt er að nýta lausnina fyrir fjölbreytta viðburði sem áður hefði þurft að setja á ís og má þar nefna:

  • Aðalfundi þar sem hægt er að kjósa á meðan fundi stendur.
  • Stærri og smærri ráðstefnur með nokkrum fyrirlestralínum.
  • Stakar útsendingar (kynningar) og/eða fyrirlestraraðir með VOD möguleika (að horfa á viðburðinn eftir á).
  • Fjarhátíðir, allt frá minni starfsmannaviðburðum upp í stórar rafrænar árshátíðir með útsendingum frá mörgum sölum í einu og herbergjum til að hittast í.

Fjöldi þátttakenda er ekki takmörkun í stafrænum heimi

advania colors line

Rafrænir viðburðir eru ekki takmarkaðir við gestafjölda og litlu skiptir hvort 50 eða 5000 manns skrá sig, salirnir eru vel rúmir í skýinu. Fleiri hafa því tök á að koma á viðburðina þar sem ferðakostnaður sparast og hægt er að horfa á viðburðinn eftir á. Þátttakendur hafa aðgengi hvaðan og hvenær sem er. 

Stafrænir viðburðir eru umhverfisvænir

advania colors line
Með því að halda ráðstefnuna í stafrænum heimi er hægt að hagræða á ýmsum stöðum. Í stað þess bjóðum við stafræna upplifun. Þú nærð til fleiri þátttakenda og jafnvel fyrirlesara sem ekki hefðu áður komist. Með því að fækka óþarfa ferðalögum spörum við einnig kolefnisfótspor. Einfalt og afar þægilegt.

Gagnvirk samskipti við þátttakendur viðburða

advania colors line
Ráðstefnuhaldari getur verið í beinum samskiptum við þátttakendur með því að svara spurningum sem koma inn í gegnum gagnvirkt samskiptaform. Hægt er að setja inn spurningakannanir og fá lifandi umræður um málefni viðburðarins. Tölfræðigögn veita staðfestingu á því hversu margir sóttu viðburðinn í raun og tóku þátt í umræðunni.

einfalt - aðgengilegt - þægilegt

Notendaupplifunin

Velkomin á stafrænan viðburð

Viðmótið í kynningar- og ráðstefnulausninni er aðgengilegt og notendavænt. Bein útsending er ávallt bara einum smelli frá notandanum og hægt er að horfa á upptökur af fyrirlestrum á sérstakri dagskrársíðu, hvort sem er í rauntíma eða eftir á (VOD).

Einfalt aðgengi

Innskráning er einföld og þægileg. Gestir skrá sig, fá staðfestingarpóst og hafa þá sjálfkrafa aðgang að ráðstefnunni þegar hún hefst.

Við minnum þig einnig á ráðstefnuna áður en hún hefst. 

Gagnvirk samskipti

Gestir hafa tækifæri til að spyrja spurninga á meðan á fyrirlestrum stendur og eru þar með ekki bara að horfa á útsendingu - þeir eru hluti af ráðstefnunni.

Með því tökum við skrefið nær þátttakendum.  

Stafræn rými

Í stafrænum heimi er hægt að vera með mismunandi herbergi þar sem þátttakendur geta hist og skoðað s.s sýningarrými, spjallherbergi fyrir gesti, fundarherbergi, vinnustofur, listasýningu og margt fleira. 

Hugurinn ber þig hálfa leið – við hjálpum þér að komast lengra. 

...
NOVA
„Ráðstefnulausn Advania stóðst allar okkar væntingar og gott betur. Hún er ofureinföld í notkun og breytir leiknum algjörlega þegar kemur að upplifun af rafrænni ráðstefnu“, segir Guðrún Finnsdóttir hjá NOVA.

Sniðið að þínum þörfum

Hvaða pakki hentar þínum viðburði best?

Basic - Mynd

Basic

Minni viðburðir og ráðstefnur

Eigindi fyrir Minni viðburðir og ráðstefnur
Standard - Mynd

Standard

Ráðstefnur, fræðsla og viðburðir

Eigindi fyrir Ráðstefnur, fræðsla og viðburðir
Premium - Mynd

Premium

Þinn rafræni heimur - allt sem þú þarft

Eigindi fyrir Þinn rafræni heimur - allt sem þú þarft

Taktu skrefið

Frír fundur með sérfræðingi